Gísli Örn ráðinn í breska Þjóðleikhúsið 21. febrúar 2007 09:30 Hefur áður leikið á Englandi í sýningunum Rómea og Júlía, Woyzcek og Hamskiptin. „Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Verkið byggir á samnefndri og víðfrægri bíómynd frá 1946 með David Niven í aðalhlutverki en sviðsuppfærslan er í höndum Tom Morris og Emmu Rice. Eins og þekkt er orðið vöktu Gísli Örn og Vesturport mikla athygli í Englandi með Rómeó og Júlíu og Woyzcek, auk þess sem hann lék í Hamskiptum Kafka þar ytra. „Ég býst við að þetta sé afleiðing af þeim sýningum og er enn eitt ævintýrið á ferlinum. Þetta er umfangsmikil sýning, sýnd á stærsta sviði leikhússins og með mörgum þekktum nöfnum úr bresku leikhúsi.“ Gísli heldur utan 18. mars en verkið verður frumsýnt 3. maí og er sýnt til 21. júní. Þótt hann hafi leikið á ensku oft áður segir Gísli það alltaf vera þröskuld að leika á annarri tungu en móðurmálinu. „Þetta er alltaf ákveðinn þröskuldur og maður þarf að undirbúa sig sérstaklega vel.“ Þrátt fyrir velgengnina á Englandi býst Gísli Örn þó ekki við að flytja þangað. „Það stendur ekki til í bráð að minnsta kosti. Ég hef samþykkt að taka þátt í nokkrum spennandi verkefnum hér heima næsta vetur.“ Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
„Það er mikill heiður að vera boðið að leika í þessu virta leikhúsi,“ segir Gísli Örn Garðarsson leikari, sem hefur verið ráðinn í burðarhlutverk í leikritinu Matter of Life and Death, sem sett verður á fjalirnar í breska Þjóðleikhúsinu í maí. Verkið byggir á samnefndri og víðfrægri bíómynd frá 1946 með David Niven í aðalhlutverki en sviðsuppfærslan er í höndum Tom Morris og Emmu Rice. Eins og þekkt er orðið vöktu Gísli Örn og Vesturport mikla athygli í Englandi með Rómeó og Júlíu og Woyzcek, auk þess sem hann lék í Hamskiptum Kafka þar ytra. „Ég býst við að þetta sé afleiðing af þeim sýningum og er enn eitt ævintýrið á ferlinum. Þetta er umfangsmikil sýning, sýnd á stærsta sviði leikhússins og með mörgum þekktum nöfnum úr bresku leikhúsi.“ Gísli heldur utan 18. mars en verkið verður frumsýnt 3. maí og er sýnt til 21. júní. Þótt hann hafi leikið á ensku oft áður segir Gísli það alltaf vera þröskuld að leika á annarri tungu en móðurmálinu. „Þetta er alltaf ákveðinn þröskuldur og maður þarf að undirbúa sig sérstaklega vel.“ Þrátt fyrir velgengnina á Englandi býst Gísli Örn þó ekki við að flytja þangað. „Það stendur ekki til í bráð að minnsta kosti. Ég hef samþykkt að taka þátt í nokkrum spennandi verkefnum hér heima næsta vetur.“
Mest lesið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein