Forsala hafin en verðið ekki ákveðið 24. febrúar 2007 06:00 Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“ Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Þeir sem kaupa PlayStation 3 leikjatölvuna í forsölu hjá BT eða Max fá ekki að vita hvað hún mun kosta. Forsala á vélinni, sem kemur til landsins 23. næsta mánaðar, hófst í gær. Í forsölunni er fólki boðið upp á að borga inn á vélina, tíu þúsund krónur hjá Max og fimm þúsund hjá BT, og borga svo afganginn þegar vélin kemur. Hver sá afgangur verður geta forsvarsmenn verslananna hins vegar ekki sagt til um. „Þetta finnst mér gjörsamlega út í hött,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. „Þetta er eins og að gefa út óútfyllta ávísun. Mér finnst fyrir neðan allar hellur að nýta sér vinsældir vöru til að láta fólk borga inn á hana án þess að tilgreina hvað verðið verður þegar upp er staðið,“ segir hann. Júlíus Hafstein, verslunarstjóri hjá Max, segist ekki telja neitt athugavert við viðskiptahætti af þessu tagi. „Það er fullt af fólki sátt við þetta. Við getum ekki fastsett verðið eins og er, en það verður um 60 til 70 þúsund krónur.“ Gunnar G. Ingvarsson, innkaupastjóri hjá BT, tekur í svipaðan streng og áætlar verðið á bilinu 60 og 65 þúsund krónur. Gengissveiflur valdi því að ekki sé hægt að segja nákvæmar til um lokaverð. „Þeir sem eru ósáttir kaupa vélina þá bara ekki í forsölu.“
Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira