Raggi Bjarna og Eivör á stórtónleikum 26. febrúar 2007 10:30 Raggi Bjarna hefur sungið með öllum íslensku dívunum, fyrir utan Eivöru Pálsdóttur. Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is. Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason, sem er öllum kunnur sem Raggi Bjarna, syngur á tónleikunum Heyr mitt ljúfasta lag í Háskólabíói 3. mars næstkomandi.Með honum verður Eivör Pálsdóttir, og hundrað manna föruneyti. „Þetta er fjörutíu manna hljómsveit og sextíu manna kór. Hljóðfæraleikararnir eru úr Sinfóníuhljómsveitinni, og svo verða strákarnir úr Stórsveit Reykjavíkur líka með,“ sagði Raggi léttur í lund. Að sögn Ragga eru tónleikarnir eru til komnir vegna 120 ára afmælis Landsbankans í fyrra. „Þeir hafa verið að kynna þetta úti um allt land með alls konar tónleikum og uppákomum, og vildu fá mig með stórri hljómsveit,“ sagði Raggi. „Ég ólst upp í Lækjargötunni og Landsbankinn er þar skammt undan. Svo syngur Selkórinn frá Seltjarnarnesi með mér, og þar var ég einmitt alltaf á sumrin. Þetta eru svona skemmtilegar tilviljanir,“ sagði hann. eivör pálsdóttir Kemur fram með Ragga á stórtónleikunum í Háskólabíói. Raggi sagði ýmsar söngkonur hafa komið til greina í skipulagningu tónleikanna. „Ég er búinn að syngja með flestum af þessum dívum okkar, en eina söngkonan sem ég hafði aldrei sungið með var Eivör. Við vorum líka búin að tala um að við þyrftum að gera þetta einhvern tíma, svo þetta verður stórskemmtilegt,“ sagði Raggi. Efnisskráin teygir sig yfir breitt svið tónlistar. „Þetta verður Sinatra-músík og swing og ýmislegt. Við syngjum úr My Fair Lady, dúettum og svo verða náttúrulega íslensk lög,“ sagði Raggi. Útsetningar eru í höndum Þóris Baldurssonar, sem stjórnar jafnframt hljómsveitinni, og Þorgeir Ástvaldsson mun gegna hlutverki sögumanns. Uppselt er á fyrri tónleikana, en miða á þá seinni, sem hefjast klukkan átta, má enn nálgast midi.is.
Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira