Bera saman bækur 3. mars 2007 09:00 Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tilkynnt verður um verðlaunahafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs næstkomandi mánudag. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir fagurbókmenntir sem skrifaðar eru á einu af norrænu tungumálunum. Til greina koma skáldsögur, leikrit, ljóða-, smásagna- eða ritgerðasöfn og önnur bókmenntaverk. Markmið verðlaunaveitingarinnar er að auka áhuga Norðurlandabúa á bókmenntum og tungumáli nágrannalandanna og á sameiginlegri menningararfleifð Norðurlanda en verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsundum danskra króna. Skáldsögurnar Rokland eftir Hallgrím Helgason og Sumarljós og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson eru tilnefndar til verðlaunanna fyrir Íslands hönd í ár. Í fyrra hlaut sænski rithöfundurinn Göran Sonnevi verðlaunin en árið á undan hlaut Sjón verðlaunin fyrir bók sína Skugga-Baldur. Aðrir íslenskir höfundar sem hlotið hafa þennan heiður eru Einar Már Guðmundsson, Fríða Á. Sigurðardóttir, Thor Vilhjálmsson, Snorri Hjartarson og Ólafur Jóhann Sigurðsson. Á morgun verður haldið málþing um norrænar samtímabókmenntir í Þjóðarbókhlöðunnni þar sem meðlimir dómnefndar verðlaunanna munu fjalla um helstu strauma í norrænum bókmenntum um þessar mundir. Soffía Auður Birgisdóttir, formaður dómnefndar, setur málþingið en þátttakendur koma víða að frá Norðurlöndunum og hafa sérþekkingu á bókmenntum heimalands síns. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur mun ræða um íslenskar bókmenntir. Að erindunum loknum mun Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fundarstjóri vera með samantekt. Samkomuhaldið er forvitnilegt, ekki síst í ljósi þess að það er samfara dómnefndarstörfum – þessa helgi verða nefndarmenn að komast að niðurstöðu um hver fær verðlaunin. Íslenskir höfundar hafa lýst því að tilnefningin ein og sér í fyrsta skipti sé því líkust að fá högg í magann. Heldur er ólíklegt að þeir Hallgrímur og Jón fái verðlaunin í ár. Hefur reglan virst vera sú að þau gangi milli þjóðanna. En allt er einu sinni fyrst. Dagskráin í Þjóðarbókhlöðunni hefst kl. 14 á morgun. Framsögur eru á norrænum tungumálum, aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira