Bissniss og manngæska 7. mars 2007 05:45 Ég opna morgunútvarpið og út streymir boðskapur launaðs áróðursmeistara Landsvirkjunar: Íslendingar búa svo vel að eiga hreinar orkulindir í heimi sem er á heljarþröm vegna loftslagshlýnunar, sem stafar af brennslu jarðefna eins og kola og olíu. Í þágu heimsbyggðarinnar, já gjörvalls mannkynsins, ber því þessari þjóð að fórna þessari guðsgjöf og virkja þessa orku sem allra fyrst, já ekki seinna en strax, til framleiðslu á áli sem annars kynni að vera framleitt með miklu óvistvænni hætti annars staðar. Hins lét áróðursfulltrúinn ekki getið, að með stækkun álversins í Straumsvík einu og sér mundum við að vísu í leiðinni auka mengun í landinu sem svarar öllum útblæstri alls bílaflota landsmanna eða alls bátaflotans. Þeir einu drættir myndarinnar sem honum hentar að draga fram í sína áróðursmynd, eru samanburður á subbulegustu kola- eða olíukyntu álverum heims og þeirri heiðríku orku sem beisla má í íslenskum fallvötnum eða með gufuorkunni í iðrum jarðar. Hann nefnir ekki einu orði að þessar orkulindir Íslands eru takmarkaðar. Mannkynið allt telur um þessar mundir 6 milljarða manns. Allar orkulindir Íslands mundu rétt nægja til að sjá einni meðalstórri Evrópuborg með um 6 milljónir íbúa fyrir þeirri orku sem hún þarfnast. Neytendur í þeirri borg greiða nú sennilega fimm-sexfalt álveraverð fyrir þá orku - og það verð getur aðeins farið hækkandi. Það hentaði heldur ekki áróðursmeistaranum að geta þess að þau málmbræðsluver, sem verið er að yfirfæra hingað til lands á vegum Alcan, Alcoa og Elkem, eru öll knúin með raforku frá vatnsorkuverum. Að því leyti er ekki verið að draga úr mengun. Ástæðan fyrir flutningnum hingað til lands er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar vilja fyrirtækjasamsteypurnar geta selt þessa raforku á fullu heimsmarkaðsverði á neytendamarkaði heima fyrir, meðan málmbræðslunum er séð hér fyrir orku á útsöluverði, jafnvel niðurgreiddu af íslenskum neytendum. Hins vegar að losna við mengun af völdum flúors og brennisteins af heimaslóðum. Það er svo sjálfsagt hluti af þeirri fórn í þágu mannkyns, sem okkur Íslendingum er lögð á herðar með eignarhaldi á hreinustu endurnýjanlegu orkulindum heims og tærasta andrúmslofti heims að bjóða lungu og öndunarfæri okkar og barna okkar til hreinsunar á þessum skaðvænlegu loftttegundum! Auk þessa hefur í bæklingum söluskrifstofu Framsóknarflokksins í iðnaðarráðuneytinu til skamms tíma verið tekið fram að vinnuafl sé hér ódýrt, vel menntað og þjált í meðförum. Íslendingum hefur löngum verið ósýnt um alla kaupsýslu. Við létum útlenda kaupmenn um þá iðju um nærri þúsaldar skeið og jafnvel hötuðum þá og fyrirlitum fyrir vikið. Menn áttu ekki að hagnast á viðskiptum með nauðsynjar; orð eins og gróði, ágóði og arður voru skammaryrði og gáfu til kynna að óheiðarlega væri að verki staðið. Pöntunarfélagshugsjónin féll vel að þessu lífsviðhorfi. Best af öllu var ef einhver fórnaði sér í þágu hugsjónarinnar, annaðist innkaup og bókhald og geymslu vörunnar ókeypis. Það er með ólíkindum, eftir alla sögu samvinnuhreyfingarinnar og reynsluna af kaupfélögunum, að enn skuli eima eftir af þessu viðhorfi og fólk telja sér trú um að það sé einhver manngæska og göfugmennska í því fólgin að fórna sér í þágu óljóss en „göfugs" málstaðar, eins og þess að Íslendingum beri að leggja sitt af mörkum til frelsunar öllu mannkyni - helst án þess að hagnast! Það er borðleggjandi að þótt öllum álverum heimsins yrði safnað saman hér á landi og þau knúin með hinni hreinu íslensku orku mundi það tæpast fresta náttúruhamförum af völdum loftslagshlýnunar um margar vikur, hvað þá bjarga heiminum. Og af hverju ættum við sökum manngæsku og göfuglyndis að afneita þeim lögmálum framboðs og eftirspurnar, sem á næstunni eiga eftir að hækka verð orkulindanna jafnt og þétt og verða komandi kynslóðum ómetanlegur höfuðstóll, hvernig svo sem þær kjósa að ganga á hann eða hvenær? Hver vegna að sóa því núna, sem hægt verður að selja margföldu verði í ekki svo fjarlægri framtíð? Hér er það bæði okkur og heiminum í hag, að við tökum kaldhugsað bissnisssjónarmiðið fram yfir slappa hugsun um íslenska þjóð í gervi mannkynsfrelsara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ég opna morgunútvarpið og út streymir boðskapur launaðs áróðursmeistara Landsvirkjunar: Íslendingar búa svo vel að eiga hreinar orkulindir í heimi sem er á heljarþröm vegna loftslagshlýnunar, sem stafar af brennslu jarðefna eins og kola og olíu. Í þágu heimsbyggðarinnar, já gjörvalls mannkynsins, ber því þessari þjóð að fórna þessari guðsgjöf og virkja þessa orku sem allra fyrst, já ekki seinna en strax, til framleiðslu á áli sem annars kynni að vera framleitt með miklu óvistvænni hætti annars staðar. Hins lét áróðursfulltrúinn ekki getið, að með stækkun álversins í Straumsvík einu og sér mundum við að vísu í leiðinni auka mengun í landinu sem svarar öllum útblæstri alls bílaflota landsmanna eða alls bátaflotans. Þeir einu drættir myndarinnar sem honum hentar að draga fram í sína áróðursmynd, eru samanburður á subbulegustu kola- eða olíukyntu álverum heims og þeirri heiðríku orku sem beisla má í íslenskum fallvötnum eða með gufuorkunni í iðrum jarðar. Hann nefnir ekki einu orði að þessar orkulindir Íslands eru takmarkaðar. Mannkynið allt telur um þessar mundir 6 milljarða manns. Allar orkulindir Íslands mundu rétt nægja til að sjá einni meðalstórri Evrópuborg með um 6 milljónir íbúa fyrir þeirri orku sem hún þarfnast. Neytendur í þeirri borg greiða nú sennilega fimm-sexfalt álveraverð fyrir þá orku - og það verð getur aðeins farið hækkandi. Það hentaði heldur ekki áróðursmeistaranum að geta þess að þau málmbræðsluver, sem verið er að yfirfæra hingað til lands á vegum Alcan, Alcoa og Elkem, eru öll knúin með raforku frá vatnsorkuverum. Að því leyti er ekki verið að draga úr mengun. Ástæðan fyrir flutningnum hingað til lands er fyrst og fremst tvíþætt. Annars vegar vilja fyrirtækjasamsteypurnar geta selt þessa raforku á fullu heimsmarkaðsverði á neytendamarkaði heima fyrir, meðan málmbræðslunum er séð hér fyrir orku á útsöluverði, jafnvel niðurgreiddu af íslenskum neytendum. Hins vegar að losna við mengun af völdum flúors og brennisteins af heimaslóðum. Það er svo sjálfsagt hluti af þeirri fórn í þágu mannkyns, sem okkur Íslendingum er lögð á herðar með eignarhaldi á hreinustu endurnýjanlegu orkulindum heims og tærasta andrúmslofti heims að bjóða lungu og öndunarfæri okkar og barna okkar til hreinsunar á þessum skaðvænlegu loftttegundum! Auk þessa hefur í bæklingum söluskrifstofu Framsóknarflokksins í iðnaðarráðuneytinu til skamms tíma verið tekið fram að vinnuafl sé hér ódýrt, vel menntað og þjált í meðförum. Íslendingum hefur löngum verið ósýnt um alla kaupsýslu. Við létum útlenda kaupmenn um þá iðju um nærri þúsaldar skeið og jafnvel hötuðum þá og fyrirlitum fyrir vikið. Menn áttu ekki að hagnast á viðskiptum með nauðsynjar; orð eins og gróði, ágóði og arður voru skammaryrði og gáfu til kynna að óheiðarlega væri að verki staðið. Pöntunarfélagshugsjónin féll vel að þessu lífsviðhorfi. Best af öllu var ef einhver fórnaði sér í þágu hugsjónarinnar, annaðist innkaup og bókhald og geymslu vörunnar ókeypis. Það er með ólíkindum, eftir alla sögu samvinnuhreyfingarinnar og reynsluna af kaupfélögunum, að enn skuli eima eftir af þessu viðhorfi og fólk telja sér trú um að það sé einhver manngæska og göfugmennska í því fólgin að fórna sér í þágu óljóss en „göfugs" málstaðar, eins og þess að Íslendingum beri að leggja sitt af mörkum til frelsunar öllu mannkyni - helst án þess að hagnast! Það er borðleggjandi að þótt öllum álverum heimsins yrði safnað saman hér á landi og þau knúin með hinni hreinu íslensku orku mundi það tæpast fresta náttúruhamförum af völdum loftslagshlýnunar um margar vikur, hvað þá bjarga heiminum. Og af hverju ættum við sökum manngæsku og göfuglyndis að afneita þeim lögmálum framboðs og eftirspurnar, sem á næstunni eiga eftir að hækka verð orkulindanna jafnt og þétt og verða komandi kynslóðum ómetanlegur höfuðstóll, hvernig svo sem þær kjósa að ganga á hann eða hvenær? Hver vegna að sóa því núna, sem hægt verður að selja margföldu verði í ekki svo fjarlægri framtíð? Hér er það bæði okkur og heiminum í hag, að við tökum kaldhugsað bissnisssjónarmiðið fram yfir slappa hugsun um íslenska þjóð í gervi mannkynsfrelsara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson Skoðun