Æviferill Sigurjóns opinn 7. mars 2007 08:30 Sigurjóns á netinu Brautryðjandaverk fer fram í safni Sigurjóns með því að nýta tækni vefjarins til að byggja heildstæða skrá og aðgengilega um öll hans verk sem eru þekkt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu. „Catalogue raisonne“ eru þær skrár kallaðar sem gerðar eru með bestu yfirsýn og þekkingu um verk einstakra listamanna. Þær eru grundvallarverk fyrir almenning sem hefur áhuga á starfsferli listamannsins, listfræðinga sem vinna að rannsóknum á viðkomandi eða öðrum listamönnum sem honum tengjast. Jafnframt eru þær nauðsynlegar þeim sem vilja fjárfesta eða eignast verk eftir viðkomandi. Víða um lönd eru slík verk gefin út í bókarformi með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Þar eru ljósmyndir í lit af verkunum hans, stærðarhlutföll og efnislýsing. Tilurð verksins rakin ef mögulegt er og það tímasett, tilgreind sýningarsaga þess, bæði á einkasýningum og samsýningum, heima og heima. Afdrif verksins hafi það glatast á einhverjum tíma, umfjöllun um það rakin ef til er og loks eignarstaða, sem vísar þá til eigenda ef um opinbera aðila er að ræða eða það tilgreint í einkaeign sem oft eru viðkvæmar upplýsingar og því ekki getið nafns eigenda nema um sé að ræða þekkta einkasafnara. Galli við slíkar skrár í bókarformi hefur reynst sá að þær þarf að uppfæra með viðbótarútgáfum, upplag af slíkum bókverkum er ekki stórt alla jafna og því er oft erfitt að komast yfir slík verk um stærri listamenn. Þannig var Catalogue raisonne um olíuverk Asger Jorn í þremur bindum gefinn út fyrir fáeinum árum í Danmörku en er nú löngu orðinn ófáanlegur og selt erlendis á um hundrað þúsund íslenskra króna. Stór skrá var gefin út fyrir fáum árum um Dieter Roth og verk hans og yfirlitsverk eru til um Erró. Ekki er að efa að slíkt verk um Svavar Guðnason og verk hans hefði komið í veg fyrir þær falsanir sem tóku að birtast á síðasta áratug á markaði. Aðrar bókskrár en þessar eru ekki til um íslenska listamenn. Enda bók ekki lengur sama gagn og fyrr. Vefurinn hefur gerbreytt þessu ástandi og nú er hægt að setja upp slíkar skrár á vef stærri safna eða gallería og uppfæra þá reglulega eftir heimtum. Starfsfólk Listasafns Sigurjóns óskar eftir samvinnu við þá sem eiga listaverk eftir Sigurjón, eða vita af þeim, að skoða viðkomandi skráningu á vef safnsins og senda safninu viðbætur og leiðréttingar eftir því sem við á. Sérstaklega er bent á þann kost fyrir eigendur verka Sigurjóns að fá verk sín staðfest af starfsliði safnsins. Framtak safnsins er hið merkasta og til fyrirmyndar. Það er hlutverk stóru íslensku safnanna að láta vinna slíkar skrár, fyrst út frá eigin safneign og síðan skref fyrir skref í tengslum við skráningu verka og myndun úr einkaeign þegar saman eru teknar stærri yfirlitssýningar um íslenska listamenn eins og nú eru í undirbúningi um Jóhann Briem og Jón Engilberts. Þær eiga að vera aðgengilegar á neti. Að sögn nýskipaðs forstöðumanns Listasafns Íslands, Halldórs Björns Runólfssonar, er stefnt að því að safneign þess verði brátt aðgengilega á neti og eru viðræður í gangi við Myndstef um það þjóðþrifamál. Halldór segir eðlilegt að hugað sé að því að aðrar skrár safnsins um einstaka listamenn og verk þeirra verði í framtíðinni hluti af þessum feng. Meðan biðstaða er í þessu framfaramáli fyrir almenning, listamenn og rétthafa, geta menn skoðað feril Sigurjóns Ólafssonar á vefslóðinni www.lso.is. Í vetur er Listasafn Sigurjóns opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar hefur opnað heildar-skrá yfir verk listamannsins í vefrænu formi á heimasíðu safnsins, www.lso.is. Heildarskrá listaverka Sigurjóns Ólafssonar hefur verið í vinnslu í yfir tvo áratugi og nær yfir öll þrívíð listaverk sem vitað er með vissu að Sigurjón gerði. Nú eru skráð 624 verk og fylgja ljósmyndir 537 þeirra. Er þetta fyrsta heildarskrá myndlistarmanns á Íslandi sem birt hefur verið á netinu. „Catalogue raisonne“ eru þær skrár kallaðar sem gerðar eru með bestu yfirsýn og þekkingu um verk einstakra listamanna. Þær eru grundvallarverk fyrir almenning sem hefur áhuga á starfsferli listamannsins, listfræðinga sem vinna að rannsóknum á viðkomandi eða öðrum listamönnum sem honum tengjast. Jafnframt eru þær nauðsynlegar þeim sem vilja fjárfesta eða eignast verk eftir viðkomandi. Víða um lönd eru slík verk gefin út í bókarformi með ærinni fyrirhöfn og kostnaði. Þar eru ljósmyndir í lit af verkunum hans, stærðarhlutföll og efnislýsing. Tilurð verksins rakin ef mögulegt er og það tímasett, tilgreind sýningarsaga þess, bæði á einkasýningum og samsýningum, heima og heima. Afdrif verksins hafi það glatast á einhverjum tíma, umfjöllun um það rakin ef til er og loks eignarstaða, sem vísar þá til eigenda ef um opinbera aðila er að ræða eða það tilgreint í einkaeign sem oft eru viðkvæmar upplýsingar og því ekki getið nafns eigenda nema um sé að ræða þekkta einkasafnara. Galli við slíkar skrár í bókarformi hefur reynst sá að þær þarf að uppfæra með viðbótarútgáfum, upplag af slíkum bókverkum er ekki stórt alla jafna og því er oft erfitt að komast yfir slík verk um stærri listamenn. Þannig var Catalogue raisonne um olíuverk Asger Jorn í þremur bindum gefinn út fyrir fáeinum árum í Danmörku en er nú löngu orðinn ófáanlegur og selt erlendis á um hundrað þúsund íslenskra króna. Stór skrá var gefin út fyrir fáum árum um Dieter Roth og verk hans og yfirlitsverk eru til um Erró. Ekki er að efa að slíkt verk um Svavar Guðnason og verk hans hefði komið í veg fyrir þær falsanir sem tóku að birtast á síðasta áratug á markaði. Aðrar bókskrár en þessar eru ekki til um íslenska listamenn. Enda bók ekki lengur sama gagn og fyrr. Vefurinn hefur gerbreytt þessu ástandi og nú er hægt að setja upp slíkar skrár á vef stærri safna eða gallería og uppfæra þá reglulega eftir heimtum. Starfsfólk Listasafns Sigurjóns óskar eftir samvinnu við þá sem eiga listaverk eftir Sigurjón, eða vita af þeim, að skoða viðkomandi skráningu á vef safnsins og senda safninu viðbætur og leiðréttingar eftir því sem við á. Sérstaklega er bent á þann kost fyrir eigendur verka Sigurjóns að fá verk sín staðfest af starfsliði safnsins. Framtak safnsins er hið merkasta og til fyrirmyndar. Það er hlutverk stóru íslensku safnanna að láta vinna slíkar skrár, fyrst út frá eigin safneign og síðan skref fyrir skref í tengslum við skráningu verka og myndun úr einkaeign þegar saman eru teknar stærri yfirlitssýningar um íslenska listamenn eins og nú eru í undirbúningi um Jóhann Briem og Jón Engilberts. Þær eiga að vera aðgengilegar á neti. Að sögn nýskipaðs forstöðumanns Listasafns Íslands, Halldórs Björns Runólfssonar, er stefnt að því að safneign þess verði brátt aðgengilega á neti og eru viðræður í gangi við Myndstef um það þjóðþrifamál. Halldór segir eðlilegt að hugað sé að því að aðrar skrár safnsins um einstaka listamenn og verk þeirra verði í framtíðinni hluti af þessum feng. Meðan biðstaða er í þessu framfaramáli fyrir almenning, listamenn og rétthafa, geta menn skoðað feril Sigurjóns Ólafssonar á vefslóðinni www.lso.is. Í vetur er Listasafn Sigurjóns opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið