Heinesen í heimsókn 7. mars 2007 06:45 Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis. Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Á morgun verður opnuð sýning á málverkum og vatnslitamyndum færeyska myndlistarmannsins Zachariasar Heinesen í Hafnarborg. Verða þar uppi yfir þrjátíu verk og eru þau mörg til sölu. Zacharias er kunnur hér á landi af verkum sínum en hann hefur sýnt hér áður bæði á samsýningum færeyskra listmanna og á sérsýningum, síðast í Gallerí Borg 1993. Hann átti verk á samsýningum hér síðast 2005 í Hafnarborg, en þar áður 1998, 1983 og 1961. Zacharias Heinesen á sér margar hliðar sem myndlistarmaður. Hann teiknar og málar olíu- og vatnslitamálverk ásamt því að gera bókaskreytingar, litógrafíur, tréristur og klippimyndir. Zacharias hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Verk eftir hann eru í eigu erlendra og íslenskra safna. Hann hefur einnig skreytt opinberar stofnanir og verk hans farið á færeysk frímerki og opinberar byggingar. Zacharias Heinesen fæddist 1936 í Þórshöfn í Færeyjum og er sonur rithöfundarins William Heinesen. Hann nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur hjá Sigurði Sigurðarsyni í eitt ár, en stundaði síðan nám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn frá 1959 til 1963. Hann kom sér upp vinnustofu í Þórshöfn þaðan sem sér vítt yfir bæinn og hefur útsýnið veitt honum endalaus viðfangsefni. Árið 1986 hlaut Zacharias Heinesen heiðursverðlaun Henry Heerup og frímerki skreytt myndum eftir hann voru gefin út í Færeyjum árið 2001. Zacharias Heinesen dvaldi í gistivinnustofu Hafnarborgar árið 2005. Sýningin ber heitið ZH06 og var sett upp í Listahöllinni í Þórshöfn í fyrra. Henni fylgir falleg sýningarskrá sem geymir greinarstúfa um listamanninn eftir þau Inger Smærup Sörensen, Gunnar Hoydal, Bárð Jakúpsson, Bent Ivre og Kinnu Poulsen. Þar eru ágætar lýsingar á eigindum Zachariasar, áhrifavöldum hans og þroska. Hann verður að telja einn merkilegasta málara frænda okkar nú um stundir og ættu áhugamenn um myndlist ekki að láta þessa sýningu framhjá sér fara. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Síðasti sýningardagur er sunnudagur 9. apríl. Frítt er í hafnfirsk söfn í boði Glitnis.
Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira