Galdrakarlar, tröll og krakkar 9. mars 2007 09:15 Í vikunni hefur fjöldi grunnskólabarna heimsótt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kynnt sér starf hennar. MYND/Valli Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Á morgun kl. 15 er komið að árlegum fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói en þá verður lokið upp dyrum að ævintýralegum heimi trölla, galdrakarla og annarra kynjavera. Strákústar taka upp á því að dansa eftir misheppnaða galdratilraun lærisveins, Dimmalimm leikur á flautu, uglan hans Harry Potter tekur flugið, næturdrottningin syngur aríu og galdramaður af Ströndum mun kveða niður draug. Stjórnandi á tónleikunum er Bernharður Wilkinson en með sveitinni koma einnig fram ungur flautuleikari, Björg Brjánsdóttir, sem er aðeins tæplega 14 ára gömul en kemur nú í annað sinn fram með hljómsveitinni. Auk þess syngur Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona aríu Næturdrottningarinnar eftir Mozart. Kynnir á tónleikunum er kamelljónið Skúli Gautason. Síðdegis á morgun heldur kammertónleikaröð Sinfóníunnar, sem kennd er við Kristal, áfram í Listasafni Íslands. Í eldlínunni á morgun verða Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni eru Píanótríó eftir Ludwig van Beethoven, Metamorphoses fyrir píanótríó eftir Hafliða Hallgrímsson og Tríó í G-dúr fyrir píanó, fiðlu og selló eftir Claude Debussy. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 17.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira