Ótímabærar áhyggjur 12. mars 2007 10:53 Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð". Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af fimmtu herdeildinni sem kallar sig frjálslynda og hefur nýverið sannað karlmennsku sína með því að útskúfa kvensnift sem varð uppvís að þeirri ónáttúru að sækjast eftir stöðuhækkun. EN SETJUM SVO að allt fari á versta veg: Engu að síður munu Ólafur R. Grímsson, Geir H. Haarde, Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón A. Kristjánsson, Jón Sigurðsson og Ingibjörg S. Gísladóttir „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð". Kynjahlutfall þessa hóps endurspeglar með sanngjörnum hætti völd og áhrif íslenskra kvenna í þjóðfélaginu: Ein kona og fimm karlar - og hefði þótt gott fyrir hund-rað árum. HUGSANLEGA kemur einhvern tímann að því að langlundargeð kvenfólksins þrýtur og ekki verði lengur hægt að kaupa frið með dagheimilisplássum eða strætómiðum. En burtséð frá pólitískum völdum eru peningavöld í innmúruðum höndum eins og sjá má af lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Af 690 manns á þeim lista eru nú 68 konur, þar af hafa 7 brotist til auðlegðar af eigin rammleik en 61 með þeim aðferðum sem konum eru ætlaðar nú um stundir. ÞAÐ ER ÞVÍ ÓTÍMABÆRT að óttast að konur séu að hrifsa til sín völdin. Samt er full ástæða til að halda vöku sinni því konur sem virðast ekki kunna að virða eignarrétt á valdi og heimta að því sé úthlutað eftir jafnræðisreglu eru líklegar til að vilja skipta sér af dreifingu annarra lífsgæða, jafnvel peninga svo fáránlegt sem það nú væri. En það er framtíðarmúsík og fullkomlega ástæðulaust að kvíða fyrir 12. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Gamall skólabróðir minn fær svartsýnisköst öðru hverju. Fyrir helgina klifaði hann á því að konur muni „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð". Bölsýnismaðurinn lét ekki huggast þótt honum væri bent á að komandi kosningar snúist fyrst og fremst um hefðbundið framsal þjóðarinnar á ákvörðunarrétti sínum til handa fjórflokknum sem svo dyggilega hefur staðið vörð um hin karllægu gildi hingað til. Og ekki þarf að hafa áhyggjur af fimmtu herdeildinni sem kallar sig frjálslynda og hefur nýverið sannað karlmennsku sína með því að útskúfa kvensnift sem varð uppvís að þeirri ónáttúru að sækjast eftir stöðuhækkun. EN SETJUM SVO að allt fari á versta veg: Engu að síður munu Ólafur R. Grímsson, Geir H. Haarde, Steingrímur J. Sigfússon, Guðjón A. Kristjánsson, Jón Sigurðsson og Ingibjörg S. Gísladóttir „ráða því hvaða ríkisstjórn verður mynduð". Kynjahlutfall þessa hóps endurspeglar með sanngjörnum hætti völd og áhrif íslenskra kvenna í þjóðfélaginu: Ein kona og fimm karlar - og hefði þótt gott fyrir hund-rað árum. HUGSANLEGA kemur einhvern tímann að því að langlundargeð kvenfólksins þrýtur og ekki verði lengur hægt að kaupa frið með dagheimilisplássum eða strætómiðum. En burtséð frá pólitískum völdum eru peningavöld í innmúruðum höndum eins og sjá má af lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga veraldar. Af 690 manns á þeim lista eru nú 68 konur, þar af hafa 7 brotist til auðlegðar af eigin rammleik en 61 með þeim aðferðum sem konum eru ætlaðar nú um stundir. ÞAÐ ER ÞVÍ ÓTÍMABÆRT að óttast að konur séu að hrifsa til sín völdin. Samt er full ástæða til að halda vöku sinni því konur sem virðast ekki kunna að virða eignarrétt á valdi og heimta að því sé úthlutað eftir jafnræðisreglu eru líklegar til að vilja skipta sér af dreifingu annarra lífsgæða, jafnvel peninga svo fáránlegt sem það nú væri. En það er framtíðarmúsík og fullkomlega ástæðulaust að kvíða fyrir 12. maí næstkomandi.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun