Air: Pocket Symphony - fjórar stjörnur 13. mars 2007 08:45 Air heldur áfram á sömu braut og áður með Pocket Symphony. Enn ein frábær plata frá einni merkilegustu hljómsveit Frakka. Ef tilvera ykkar í stórborginni Reykjavík heldur ykkur of föstum tökum til þess að þið getið fundið tækifæri til þess að flýja í rólega helgarferð í sumarbústaðinn er alveg óhætt að mæla með þessari nýju Air-plötu sem sárabót. Hún snertir svipaða sálarstrengi og svoleiðis aftenging og gerir hlustandanum það kleift að flýja inn í rólegri veröld í smá stund til þess að flýja stress hversdagsleikans. Þótt heimsóknin endist ekki nema í þær tæpu 50 mínútur sem það tekur plötuna að renna í gegn, er varla hægt að ímynda sér betra andlegt nudd. Pocket Symphony hefur svo þægilega róandi áhrif að um stund er hægt að gleyma því að Air er ein af þessum fáu sveitum sem taka engum stökkbreytingum á milli platna hvað varðar stíl eða nálgun. Hljómheimur frönsku forleikskónganna er hér nákvæmlega sá sami og áður. Fáar hljómsveitir komast upp með þetta, en Air nær einhvern veginn alltaf tökum á mér. Stíllinn er líka svo gjörsamlega þeirra eigin að ef þeir skiptu um stíl væri jafn ómögulegt að aðlagast því og ef kóka kóla yrði allt í einu gert glært og selt í gulum umbúðum. Kassagítarinn er áberandi, sem gerir það að verkum að sum lögin minna örlítið á Space Oddity með Bowie, en áhrif frá Gainsbourg og Jean-Michel Jarre eru ennþá sterk. Kassagítarinn færir líka notalegan blómabarnablæ sem á vel við. Þannig minnir þessi plata Air svolítið á síðustu plötu Zero 7 sem er undarlegt í ljósi þess að sú sveit hefur alltaf verið undir sterkum áhrifum frá þessari. Þannig heldur Air þeim eilífu vangaveltum um hænuna og eggið lifandi. Jarvis Cocker úr Pulp og Neil Hannon koma báðir við sögu, en flest lögin eru sungin af Fransmönnunum sjálfum. Eitthvað sem þeir hófu að gera af alvöru á síðustu plötu, meistarastykkinu Talkie Walkie, mér til mikillar ánægju. Ég myndi seint skrifa undir það að Jarvis sé góður söngvari, en hann hefur áru og nærveru sem fáir geta falsað. Hann syngur eitt besta lag plötunnar, One Hell of a Party, og þó að ég hafi ótæmandi virðingu fyrir manninum held ég að það hefði hljómað betur með söngvara sem syngur meira en hann muldrar. Pocket Symphony er enn ein frábær plata frá Air og ég hef það á tilfinningunni að hún eigi eftir að eiga langan líftíma í græjunum mínum. Að lokum leyfi ég mér að fullyrða að fleiri börn hafa komið undir í heiminum við tóna Air en nokkurrar annarrar franskrar hljómsveitar frá upphafi. Air er ekki blaðra full af lofti, heldur ást í poka sem ekki má loka. Nóg til handa öllum sem vilja. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ef tilvera ykkar í stórborginni Reykjavík heldur ykkur of föstum tökum til þess að þið getið fundið tækifæri til þess að flýja í rólega helgarferð í sumarbústaðinn er alveg óhætt að mæla með þessari nýju Air-plötu sem sárabót. Hún snertir svipaða sálarstrengi og svoleiðis aftenging og gerir hlustandanum það kleift að flýja inn í rólegri veröld í smá stund til þess að flýja stress hversdagsleikans. Þótt heimsóknin endist ekki nema í þær tæpu 50 mínútur sem það tekur plötuna að renna í gegn, er varla hægt að ímynda sér betra andlegt nudd. Pocket Symphony hefur svo þægilega róandi áhrif að um stund er hægt að gleyma því að Air er ein af þessum fáu sveitum sem taka engum stökkbreytingum á milli platna hvað varðar stíl eða nálgun. Hljómheimur frönsku forleikskónganna er hér nákvæmlega sá sami og áður. Fáar hljómsveitir komast upp með þetta, en Air nær einhvern veginn alltaf tökum á mér. Stíllinn er líka svo gjörsamlega þeirra eigin að ef þeir skiptu um stíl væri jafn ómögulegt að aðlagast því og ef kóka kóla yrði allt í einu gert glært og selt í gulum umbúðum. Kassagítarinn er áberandi, sem gerir það að verkum að sum lögin minna örlítið á Space Oddity með Bowie, en áhrif frá Gainsbourg og Jean-Michel Jarre eru ennþá sterk. Kassagítarinn færir líka notalegan blómabarnablæ sem á vel við. Þannig minnir þessi plata Air svolítið á síðustu plötu Zero 7 sem er undarlegt í ljósi þess að sú sveit hefur alltaf verið undir sterkum áhrifum frá þessari. Þannig heldur Air þeim eilífu vangaveltum um hænuna og eggið lifandi. Jarvis Cocker úr Pulp og Neil Hannon koma báðir við sögu, en flest lögin eru sungin af Fransmönnunum sjálfum. Eitthvað sem þeir hófu að gera af alvöru á síðustu plötu, meistarastykkinu Talkie Walkie, mér til mikillar ánægju. Ég myndi seint skrifa undir það að Jarvis sé góður söngvari, en hann hefur áru og nærveru sem fáir geta falsað. Hann syngur eitt besta lag plötunnar, One Hell of a Party, og þó að ég hafi ótæmandi virðingu fyrir manninum held ég að það hefði hljómað betur með söngvara sem syngur meira en hann muldrar. Pocket Symphony er enn ein frábær plata frá Air og ég hef það á tilfinningunni að hún eigi eftir að eiga langan líftíma í græjunum mínum. Að lokum leyfi ég mér að fullyrða að fleiri börn hafa komið undir í heiminum við tóna Air en nokkurrar annarrar franskrar hljómsveitar frá upphafi. Air er ekki blaðra full af lofti, heldur ást í poka sem ekki má loka. Nóg til handa öllum sem vilja. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“