Jamie T: Panic Prevention - þrjár stjörnur 16. mars 2007 08:45 Bestu lögin á Panic Prevention eru á meðal þess skemmtilegasta sem hefur komið út á árinu. Hrátt, frumstætt, en grípandi popp. Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Jamie T er einn af þeim bresku nýliðum sem spáð var mikilli velgengni á árinu 2007 í byrjun árs. Þessi tvítugi strákur frá Wimble-don á það sameiginlegt með Mike Skinner í The Streets og Lily Allen að hann gæti ekki verið frá neinu öðru landi en Englandi. Það gera bæði textarnir og framburðurinn. Jamie Treays hóf ferilinn með því að koma fram á pöbbum og syngja lögin sín við eigin undirleik á fjögurra strengja órafmagnaðan kassabassa sem hann hafði mjög takmarkað vald yfir. Fyrsta lagið á Panic Prevention, Brand New Bass Guitar, fjallar einmitt um þetta forláta hljóðfæri. Hann gerði samning við Virgin árið 2005 og vakti í fyrra athygli fyrir smáskífurnar Sheila og If You Got The Money. Jamie T er ekki rappari. Hann syngur eða sönglar lögin sín. Tónlistin er grípandi popp, en með mjög hráum og frumstæðum „lo-fi“ hljómi og mjög svo alþýðulegum söngstíl. Maður heyrir greinilega áhrif frá listamönnum eins og Elvis Costello, John-Cooper Clarke, Jonathan Richman, The Clash og The Specials, en sterkust eru áhrifin frá þeim gróflega vanmetna snillingi Ian Dury. Eins og textar Dury fjalla textar Jamie T á húmorískan hátt um breskan hversdagsleika. Það eru nokkur frábær lög á Panic Prevention. Smáskífurnar Sheila, Calm Down Dearest og lög eins og Salvador og Alicia Quays eru á meðal þess skemmtilegasta sem maður hefur heyrt á árinu, en slakari lög draga heildina niður. Trausti Júlíusson
Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira