Fagri Hafnarfjörður? 18. mars 2007 00:01 Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. Í raun er undarlegt að spyrja þurfi að að þessu. Ef af fyrirhugaðri stækkun verður mun álverið í Straumsvík nefnilega ausa um 70 tonnum af svifryki á ári yfir íbúabyggð í bænum. Losun gróðurhúsalofttegunda mun rúmlega tvöfaldast og fyrirhuguðu útivistarsvæði verður fórnað undir stærstu línumannvirki á Íslandi með 36 metra háum möstrum. Dettur einhverjum virkilega í hug að það sé hagur Hafnarfjarðar? Það hefur verið dapurlegt að sjá hvernig útlenskir auðkýfingar með fulla vasa fjár og íslenskt leiguþý þeirra hafa dembt bláköldum lygum og hræðsluáróðri yfir Hafnfirðinga til að fá þá til að makka rétt og lúta hagsmunum fyrirtækisins. Sýndar eru fallegar myndir af ímynduðu álveri þar sem „óvart" vantar allar raflínur, skorsteina jafnháa Hallgrímskirkju og ýmislegt annað sem þarf til að álbræðslan yrði starfhæf. Jafnvel eru sýndar myndir af litlu álveri í Noregi sem er jafnlíkt fyrirhugaðri stóriðju í Straumsvík og lambasparð er fjóshaugi. Af hverju ætti sá sem hefur sannleikann sín megin að ljúga? Sagt er að verði stækkunin ekki samþykkt verði álverinu lokað því núverandi stærð sé svo óhagkvæm í rekstri. Hún er þó ekki óhagkvæmari en svo að aðeins þrjú þeirra 22 álvera sem ALCAN starfrækir nú eru stærri. Af hverju ætti álverið í Straumsvík að vera lagt niður? Af því að það er svo þreytandi að græða bara fjóra milljarða á því á hverju ári? Enginn hefur nefnt að loka eigi einhverju hinna álveranna. Og þótt lokað yrði, bættur sé skaðinn. Nýlega misstu um 600 manns vinnuna við brotthvarf Bandaríkjahers. Samt lagðist byggð á Suðurnesjum ekki af eins og hótað hafði verið. Íslenskt atvinnulíf þyrstir í vinnuafl. Vinnufær Íslendingur er ekki vandamál, hann er tækifæri. Það er ALCAN sem þarf Hafnarfjörð, ekki öfugt - sama hve mörghundruð milljónum fyrirtækið ver til þeirrar blekkingar. Látum ekki ljúga vitið úr hausnum á okkur. Látum ekki stjórnast af innihaldslausum hótunum og hræða okkur til undirgefni. Seljum ekki erlendum auðhring Hafnarfjörð barna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun
Senn taka Hafnfirðingar afdrifaríkustu ákvörðunina sem tekin hefur verið um framtíð bæjarins síðan Hansakaupmenn réðu þar ríkjum. Spurt er hvort bæjarbúar vilji að stærsta álbræðsla Evrópu rísi í hjarta Hafnarfjarðar. Í raun er undarlegt að spyrja þurfi að að þessu. Ef af fyrirhugaðri stækkun verður mun álverið í Straumsvík nefnilega ausa um 70 tonnum af svifryki á ári yfir íbúabyggð í bænum. Losun gróðurhúsalofttegunda mun rúmlega tvöfaldast og fyrirhuguðu útivistarsvæði verður fórnað undir stærstu línumannvirki á Íslandi með 36 metra háum möstrum. Dettur einhverjum virkilega í hug að það sé hagur Hafnarfjarðar? Það hefur verið dapurlegt að sjá hvernig útlenskir auðkýfingar með fulla vasa fjár og íslenskt leiguþý þeirra hafa dembt bláköldum lygum og hræðsluáróðri yfir Hafnfirðinga til að fá þá til að makka rétt og lúta hagsmunum fyrirtækisins. Sýndar eru fallegar myndir af ímynduðu álveri þar sem „óvart" vantar allar raflínur, skorsteina jafnháa Hallgrímskirkju og ýmislegt annað sem þarf til að álbræðslan yrði starfhæf. Jafnvel eru sýndar myndir af litlu álveri í Noregi sem er jafnlíkt fyrirhugaðri stóriðju í Straumsvík og lambasparð er fjóshaugi. Af hverju ætti sá sem hefur sannleikann sín megin að ljúga? Sagt er að verði stækkunin ekki samþykkt verði álverinu lokað því núverandi stærð sé svo óhagkvæm í rekstri. Hún er þó ekki óhagkvæmari en svo að aðeins þrjú þeirra 22 álvera sem ALCAN starfrækir nú eru stærri. Af hverju ætti álverið í Straumsvík að vera lagt niður? Af því að það er svo þreytandi að græða bara fjóra milljarða á því á hverju ári? Enginn hefur nefnt að loka eigi einhverju hinna álveranna. Og þótt lokað yrði, bættur sé skaðinn. Nýlega misstu um 600 manns vinnuna við brotthvarf Bandaríkjahers. Samt lagðist byggð á Suðurnesjum ekki af eins og hótað hafði verið. Íslenskt atvinnulíf þyrstir í vinnuafl. Vinnufær Íslendingur er ekki vandamál, hann er tækifæri. Það er ALCAN sem þarf Hafnarfjörð, ekki öfugt - sama hve mörghundruð milljónum fyrirtækið ver til þeirrar blekkingar. Látum ekki ljúga vitið úr hausnum á okkur. Látum ekki stjórnast af innihaldslausum hótunum og hræða okkur til undirgefni. Seljum ekki erlendum auðhring Hafnarfjörð barna okkar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun