Krækt í Kvennaskólapíu 21. mars 2007 00:01 Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig. Oft hef ég hugsað til þess hvað það hefði verið gott ef ég hefði fengið að sjá jafnsláandi myndir um skaðsemi ótæpilegrar sykurneyslu, myndir þar sem fólk hvolfir úr gosbaukunum upp í ginið á sér þar til tennurnar leysast upp í sykri og sýru. Þá hefði mér ef til vill líka tekist að halda mér frá þessu svarta pissi kapítalismans, eins og kókið var kallað í danska kollegíinu mínu hér um árið. Nú er sífellt verið að setja sykurlausa kóladrykki á markaðinn sem eiga að bragðast alveg eins og fyrirmyndirnar. Sá nýjasti heitir Coke Zero. Nokkuð hefur verið fjallað um markaðssetninguna á honum í blöðum að undanförnu en hann er kynntur í netmiðlum og sjónvarpi með setningum eins og þessum: „Af hverju ekki flott pía og Zero púddluhundur?", „Af hverju ekki brjóstahaldari með Zero smellum?" og „Af hverju ekki einkaþjálfari og Zero brúnkukrem?" Þessi atriði eiga illa við íslenskan veruleika, enda er herferðin byggð á annarri útlenskri. Enn virðist að minnsta kosti langt í að púddluhundurinn verði jafnalgengur hjá ungu fólki og kúlulampinn var hjá kynslóðinni minni. Þá sjaldan smáhundar verða á vegi mínum teyma þeir oftast konur sem virðast hafa aldur til að hafa fengið skatthol úr Trésmiðjunni Víði í fermingargjöf. Hugmyndaheimur Coke Zero auglýsinganna á mun frekar við krakkana í O.C., þáttunum á SkjáEinum, en þá sem nú byggja Ísafjörð, Egilsstaði og Árbæ. Bandaríkjamenn líka hafa lagt mörg kvikmyndaatriði undir klaufaskap stráksins sem ekki getur losað brjóstahaldarann af stelpunni og það er einmitt vegna þess á þeim eru EKKI smellur, heldur krækjur. Smellur væru nefnilega afskaplega einfalt fyrirkomulag. Þær eru í raun næsta skref við franskan rennilás. Ég efast líka um að orðið „pía" sé ungu fólki enn jafntamt á tungu og hjá Ríótríóinu hér í den. Vandræðagangurinn í markaðsherferð Vífilsfells með Coke Zero er aftur á móti algjörlega í stíl við drykkinn sjálfan. Hann bragðast nefnilega eins og gamla Spur-ið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar ég var krakki voru sýndar afar óhugnanlegar myndir um skaðsemi reykinga í niðurgröfnum bíósal Álftamýrarskóla þar sem fólk, hægfara sem hemúlar, dró á eftir sér súrefniskúta á milli þess sem það var ambúterað. Ég vissi að hvorugt myndi auðvelda mér lífið og lét því sígaretturnar eiga sig. Oft hef ég hugsað til þess hvað það hefði verið gott ef ég hefði fengið að sjá jafnsláandi myndir um skaðsemi ótæpilegrar sykurneyslu, myndir þar sem fólk hvolfir úr gosbaukunum upp í ginið á sér þar til tennurnar leysast upp í sykri og sýru. Þá hefði mér ef til vill líka tekist að halda mér frá þessu svarta pissi kapítalismans, eins og kókið var kallað í danska kollegíinu mínu hér um árið. Nú er sífellt verið að setja sykurlausa kóladrykki á markaðinn sem eiga að bragðast alveg eins og fyrirmyndirnar. Sá nýjasti heitir Coke Zero. Nokkuð hefur verið fjallað um markaðssetninguna á honum í blöðum að undanförnu en hann er kynntur í netmiðlum og sjónvarpi með setningum eins og þessum: „Af hverju ekki flott pía og Zero púddluhundur?", „Af hverju ekki brjóstahaldari með Zero smellum?" og „Af hverju ekki einkaþjálfari og Zero brúnkukrem?" Þessi atriði eiga illa við íslenskan veruleika, enda er herferðin byggð á annarri útlenskri. Enn virðist að minnsta kosti langt í að púddluhundurinn verði jafnalgengur hjá ungu fólki og kúlulampinn var hjá kynslóðinni minni. Þá sjaldan smáhundar verða á vegi mínum teyma þeir oftast konur sem virðast hafa aldur til að hafa fengið skatthol úr Trésmiðjunni Víði í fermingargjöf. Hugmyndaheimur Coke Zero auglýsinganna á mun frekar við krakkana í O.C., þáttunum á SkjáEinum, en þá sem nú byggja Ísafjörð, Egilsstaði og Árbæ. Bandaríkjamenn líka hafa lagt mörg kvikmyndaatriði undir klaufaskap stráksins sem ekki getur losað brjóstahaldarann af stelpunni og það er einmitt vegna þess á þeim eru EKKI smellur, heldur krækjur. Smellur væru nefnilega afskaplega einfalt fyrirkomulag. Þær eru í raun næsta skref við franskan rennilás. Ég efast líka um að orðið „pía" sé ungu fólki enn jafntamt á tungu og hjá Ríótríóinu hér í den. Vandræðagangurinn í markaðsherferð Vífilsfells með Coke Zero er aftur á móti algjörlega í stíl við drykkinn sjálfan. Hann bragðast nefnilega eins og gamla Spur-ið.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun