Það styttist í kosningar 27. mars 2007 06:00 Þingið lauk störfum fyrir tíu dögum síðan. Eitt hundrað og fjórtán frumvörp urðu að lögum á þessu þingi. Síðustu klukkutímana var mikið argaþras en um leið lét þingheimur hendur standa fram úr ermum og samþykkti á fimmta tug frumvarpa. Þingmenn eru skorpufólk, ekki verður það frá þeim tekið. Forseti þingsins sagði í þingslitaræðu og um leið sinni síðustu á löggjafarsamkundunni að þingið bráðvantaði húsnæði til veisluhalda á Þingvöllum. Kosningabaráttan er hafin. Íslandshreyfingin hefur hafið kosningabaráttu þótt enginn framboðslisti hafi komið fram og að sögn hóf Frjálslyndi flokkurinn sína kosningabaráttu klukkan átta í gærmorgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fílar starf forsætisráðherra í botn, segir verstu útkomu kosninganna verða þá að Samfylkingin og Vinstri græn myndi saman ríkisstjórn, sú skoðun hans kom væntanlega fáum á óvart. Landbúnaðarráðherrann telur það vond tíðindi ef Framsóknarflokkurinn nær sér ekki á strik, það kemur svo sem engum á óvart heldur. Ýmislegt bendir til að kjósendur sjái ekki mikinn mun á Samfylkingunni og Vinstri grænum. Það veldur mér nokkrum heilabrotum vegna þess að í mínum augum er munurinn kristal-klár. Samfylkingin er flokkur lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, sumum finnst kannski skýrara að segja frjálslyndra jafnaðarmanna. Vinstri græn eru forsjárhyggjufólk, ef þeim þóknast ekki eitthvað þá vilja þau banna það í stað þess að leyfa fólki einfaldlega að velja. Ekki miklu frjálslyndi fyrir að fara í slíkum þankagangi. Samfylkingin vill að Íslendingar taki fullan þátt í Evrópusamstarfinu með því að þjóðin gerist aðili að Evrópusambandinu, en Vinstri græn boða ásamt Sjálfstæðisflokknum íhaldssama og frekar þvergirðingslega þjóðernisstefnu. Í því felst reginmunur. Landbúnaðarstefna Vinstri grænna er miklu líkari landbúnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar en stefnu Samfylkingarinnar í þeim málaflokki og svona mætti lengi telja. Hætta er á að skoðanakannanir setji mikinn svip á kosningabaráttuna, jafnvel svo að talsmenn flokkanna eyði meiri tíma í að fjalla um þær en ræða málefni. Samt virðist það svo að fólk taki mark á því í skoðanakönnunum sem því helst sýnist eða þóknast og ekki öðru. Í vikunni sem leið birtist til að mynda könnun um hvaða mál kjósendur teldu að kosið yrði um. Flestir töldu að kosið yrði um samgöngumál. Þessir „flestir" voru reyndar ekki neinn meirihluti heldur einungis fimmtungur þjóðarinnar. Stjórnmálamenn margir hverjir, Ómar og Framtíðarlandið halda því hins vegar fram að kosið verði um umhverfismál. Sá málaflokkur skiptir vissulega miklu máli, sérstaklega í ljósi þess að aðgerðir á því sviði verða vart aftur teknar. En þannig háttar svo sem með margt, ekki verður auðvelt að vinda ofan af afleiðingum þess að fiskurinn í sjónum var afhentur þeim sem þá áttu skip. Ljóst er að risaframkvæmdin fyrir austan er af þeirri stærðargráðu að hún gengur fram af mörgum. Ljóst er líka að flestir sváfu yfir sig á náttúruverndarvaktinni. Þess vegna er nú ástæða til að hugsa sitt ráð. Ég skráði mig sem stofnanda Framtíðarlandsins, sá félagsskapur hefur staðið sig vel í að vekja fólk til vitundar um að við þurfum að huga að framtíðinni. Byggi ég í Hafnarfirði mundi ég kjósa á móti stækkun álversins. Ég trúi því að hægt sé að byggja upp í landinu fjölbreyttara atvinnulíf en hér er nú um stundir. Ég tel að eyða eigi talsverðum peningum til að finna út hvers konar atvinnulíf það ætti að vera. Ég viðurkenni fúslega að hér og nú hef ég ekki svarið. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa undir sáttmálann svokallaða. Mér líkar ekki aðferðafræðin. Hvað á að gera næst? Hver er munurinn á því að vera grá eða græn? Eru grá vond og græn góð? Undanfarin misseri hefur mér fundist of mikið um átök í stjórnmálunum. Annaðhvort ert þú með mér í liði, eða þú ert á móti mér og um leið óalandi og óferjandi. Skringilegt þykir mér að þau sem berjast fyrir náttúruvernd, málefni sem hægt er að setja á merkimiðann „mjúkt mál", skuli nota svo harkalegar aðferðir í baráttu sinni fyrir góðum málstað. Aðferðir sem mér finnst tilheyra fortíðinni en ekki framtíðinni. Berum stolt merki þess sem við viljum berjast fyrir en reynum ekki að brennimerkja þá sem eru á öðru máli. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þingið lauk störfum fyrir tíu dögum síðan. Eitt hundrað og fjórtán frumvörp urðu að lögum á þessu þingi. Síðustu klukkutímana var mikið argaþras en um leið lét þingheimur hendur standa fram úr ermum og samþykkti á fimmta tug frumvarpa. Þingmenn eru skorpufólk, ekki verður það frá þeim tekið. Forseti þingsins sagði í þingslitaræðu og um leið sinni síðustu á löggjafarsamkundunni að þingið bráðvantaði húsnæði til veisluhalda á Þingvöllum. Kosningabaráttan er hafin. Íslandshreyfingin hefur hafið kosningabaráttu þótt enginn framboðslisti hafi komið fram og að sögn hóf Frjálslyndi flokkurinn sína kosningabaráttu klukkan átta í gærmorgun. Formaður Sjálfstæðisflokksins, sem fílar starf forsætisráðherra í botn, segir verstu útkomu kosninganna verða þá að Samfylkingin og Vinstri græn myndi saman ríkisstjórn, sú skoðun hans kom væntanlega fáum á óvart. Landbúnaðarráðherrann telur það vond tíðindi ef Framsóknarflokkurinn nær sér ekki á strik, það kemur svo sem engum á óvart heldur. Ýmislegt bendir til að kjósendur sjái ekki mikinn mun á Samfylkingunni og Vinstri grænum. Það veldur mér nokkrum heilabrotum vegna þess að í mínum augum er munurinn kristal-klár. Samfylkingin er flokkur lýðræðissinnaðra jafnaðarmanna, sumum finnst kannski skýrara að segja frjálslyndra jafnaðarmanna. Vinstri græn eru forsjárhyggjufólk, ef þeim þóknast ekki eitthvað þá vilja þau banna það í stað þess að leyfa fólki einfaldlega að velja. Ekki miklu frjálslyndi fyrir að fara í slíkum þankagangi. Samfylkingin vill að Íslendingar taki fullan þátt í Evrópusamstarfinu með því að þjóðin gerist aðili að Evrópusambandinu, en Vinstri græn boða ásamt Sjálfstæðisflokknum íhaldssama og frekar þvergirðingslega þjóðernisstefnu. Í því felst reginmunur. Landbúnaðarstefna Vinstri grænna er miklu líkari landbúnaðarstefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar en stefnu Samfylkingarinnar í þeim málaflokki og svona mætti lengi telja. Hætta er á að skoðanakannanir setji mikinn svip á kosningabaráttuna, jafnvel svo að talsmenn flokkanna eyði meiri tíma í að fjalla um þær en ræða málefni. Samt virðist það svo að fólk taki mark á því í skoðanakönnunum sem því helst sýnist eða þóknast og ekki öðru. Í vikunni sem leið birtist til að mynda könnun um hvaða mál kjósendur teldu að kosið yrði um. Flestir töldu að kosið yrði um samgöngumál. Þessir „flestir" voru reyndar ekki neinn meirihluti heldur einungis fimmtungur þjóðarinnar. Stjórnmálamenn margir hverjir, Ómar og Framtíðarlandið halda því hins vegar fram að kosið verði um umhverfismál. Sá málaflokkur skiptir vissulega miklu máli, sérstaklega í ljósi þess að aðgerðir á því sviði verða vart aftur teknar. En þannig háttar svo sem með margt, ekki verður auðvelt að vinda ofan af afleiðingum þess að fiskurinn í sjónum var afhentur þeim sem þá áttu skip. Ljóst er að risaframkvæmdin fyrir austan er af þeirri stærðargráðu að hún gengur fram af mörgum. Ljóst er líka að flestir sváfu yfir sig á náttúruverndarvaktinni. Þess vegna er nú ástæða til að hugsa sitt ráð. Ég skráði mig sem stofnanda Framtíðarlandsins, sá félagsskapur hefur staðið sig vel í að vekja fólk til vitundar um að við þurfum að huga að framtíðinni. Byggi ég í Hafnarfirði mundi ég kjósa á móti stækkun álversins. Ég trúi því að hægt sé að byggja upp í landinu fjölbreyttara atvinnulíf en hér er nú um stundir. Ég tel að eyða eigi talsverðum peningum til að finna út hvers konar atvinnulíf það ætti að vera. Ég viðurkenni fúslega að hér og nú hef ég ekki svarið. Ég ætla hins vegar ekki að skrifa undir sáttmálann svokallaða. Mér líkar ekki aðferðafræðin. Hvað á að gera næst? Hver er munurinn á því að vera grá eða græn? Eru grá vond og græn góð? Undanfarin misseri hefur mér fundist of mikið um átök í stjórnmálunum. Annaðhvort ert þú með mér í liði, eða þú ert á móti mér og um leið óalandi og óferjandi. Skringilegt þykir mér að þau sem berjast fyrir náttúruvernd, málefni sem hægt er að setja á merkimiðann „mjúkt mál", skuli nota svo harkalegar aðferðir í baráttu sinni fyrir góðum málstað. Aðferðir sem mér finnst tilheyra fortíðinni en ekki framtíðinni. Berum stolt merki þess sem við viljum berjast fyrir en reynum ekki að brennimerkja þá sem eru á öðru máli. Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði afnuminn með lögum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun