Kogga og fartölva fyrir bestu glæpasöguna 27. mars 2007 08:45 Glæpaforinginn Kristinn vill engan hrylling heldur aðeins falleg morð. „Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Kristinn glæpaforingi hér,” svarar dularfull rödd þegar blaðamaður Fréttablaðsins slær inn tiltekið númer á símtækið sitt. Kristinn Kristjánsson kennari hikar ekki við að titla sig glæpaforingja þegar svo ber undir enda teljast “glæpir” hans hinir ágætustu, í það minnsta þeir sem tengjast þessum titli. Hann fer fyrir hinu Íslenska glæpafélagi sem nú stendur fyrir sinn fjórðu glæpasagnasamkeppni. Frestur til að skila inn smásögu um glæp rennur út á miðnætti 1. maí. Næstkomandi. Glæpaforinginn segir vegleg verðlaun í boði fyrir bestu söguna eða sjálf Gaddakylfan, verk eftir listakonuna Koggu plús fartölva. Annað sætið gefur svo 30 þúsund krónur og 3. tuttugu þúsund. Kristinn segir svo frá að Glæpafélagið hafi verið stofnað árið 1999 á Grand Rokk og í húsi Gunnars Gunnarssonar. Til þurfti þrjá stofnfundi enda stóð mikið til. Eitt helsta markmið félagsins var að auka veg íslenskra glæpasagna. „Það hefur gengið svo vel að félagið er eiginlega orðið óþarft. En það sem við gerum í félaginu, auk þess að standa fyrir þessari glæpasagnakeppni, er að tilnefna framlag okkar til bestu norrænu glæpasögunnar – Glerlykilsins – sem Arnaldur hefur unnið tvisvar. Og nú er Ævar Örn Jósepsson okkar fulltrúi.” Glæpasagnakeppnin er samstarfsverkefni félagsins og tímaritsins Mannlífs með fulltingi menningarbúllunnar Grand Rokk. Mannlíf birtir í sérstöku aukahefti júlítölublaðs bestu sögurnar. Glæpaforinginn veit ekki hversu margar sögur hafa borist nú þegar en segir þær að jafnaði vera 30 til 40, það er þegar þemað eru glæpasögur. En þegar efnt var til keppni um hryllingssögur bárust hins vegar tæplega 90 sögur. „Þetta sýnir að menn eru draugahræddir. Þarna var til dæmis nútímaleg saga um Grýlu sem hakkaði í sig börnin. Algjör splatter. Ég var ekki dómnefnd þá. Ég verð svo hræddur þegar ég les hryllinginn. Ég vil bara falleg morð,” segir Kristinn en ásamt honum í dómnefnd eru Þórarinn Þórarinsson og Helga Dís Björgúlfsdóttir.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp