Tónlist

Hot Chip hitar upp fyrir Björk

Breska hljómsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk í Höllinni.
Breska hljómsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk í Höllinni.

Breska hljómsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleikum hennar í Laugardalshöll 9. apríl. Hot Chip hefur tvívegis spilað hér á landi við góðar undirtektir. Plata sveitarinnar, The Warning, var ofarlega á mörgum árslistum yfir þær bestu í fyrra og var hún m.a. tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Á meðal þekktustu laga hennar eru Over & Over, And I Was a Boy From School og Colours.

Tónleikarnir í Höllinni verða þeir fyrstu sem Björk heldur í tilefni af útkomu plötunnar Volta, sem er væntanleg í verslanir 7. maí. Ætlar hún í kjölfarið í átján mánaða tónleikaferð um heiminn.

Miðasala á tónleikana hefst í dag klukkan 12.00. Fer hún fram í Skífunni, BT Egilsstöðum, Selfossi og Akureyri og á midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur í stæði og 6.900 í stúku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.