Kosningahegðun kvenna skiptir líklega sköpum í kosningunum 31. mars 2007 07:45 „Mér finnst það algjörlega óviðunandi að tvær konur séu formenn í nefndum á vegum Alþingis," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra um það að konur stýri nefndarstarfi í tveimur af tólf fastanefndum þingsins. Ítarlega er fjallað um stöðu og áhrif kvenna í íslenskum stjórnmálum í annarri kosningagreininni af átta í Fréttablaðinu í dag. Jafnræði milli kynja er mest á framboðslistum Framsóknarflokksins. Einungis fjórar konur af átján eru í þremur efstu sætunum á listum Sjálfstæðisflokksins en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er eina konan sem leiðir lista í flokknum, í Suðvesturkjördæmi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður en hún er eina konan sem leiðir lista hjá Samfylkingunni. Jafnræði er minnst hjá Frjálslynda flokknum, sé mið tekið af frambjóðendum í efstu sex sætunum, en þrettán af 36 frambjóðendum flokksins í þeim sætum eru konur. Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, segir útlit fyrir að breytt viðhorf kvenna frá síðustu kosningum geti ráðið úrslitum í vor. Í síðustu kosningum kusu 48 prósent kvenna Samfylkinguna og Vinstri græn en sé mið tekið af könnunum gæti sú tala orðið næstum tíu prósentustigum hærri. Kosningar 2007 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
„Mér finnst það algjörlega óviðunandi að tvær konur séu formenn í nefndum á vegum Alþingis," segir Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra um það að konur stýri nefndarstarfi í tveimur af tólf fastanefndum þingsins. Ítarlega er fjallað um stöðu og áhrif kvenna í íslenskum stjórnmálum í annarri kosningagreininni af átta í Fréttablaðinu í dag. Jafnræði milli kynja er mest á framboðslistum Framsóknarflokksins. Einungis fjórar konur af átján eru í þremur efstu sætunum á listum Sjálfstæðisflokksins en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er eina konan sem leiðir lista í flokknum, í Suðvesturkjördæmi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, leiðir lista flokksins í Reykjavík suður en hún er eina konan sem leiðir lista hjá Samfylkingunni. Jafnræði er minnst hjá Frjálslynda flokknum, sé mið tekið af frambjóðendum í efstu sex sætunum, en þrettán af 36 frambjóðendum flokksins í þeim sætum eru konur. Einar Mar Þórðarson, stjórnmálafræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, segir útlit fyrir að breytt viðhorf kvenna frá síðustu kosningum geti ráðið úrslitum í vor. Í síðustu kosningum kusu 48 prósent kvenna Samfylkinguna og Vinstri græn en sé mið tekið af könnunum gæti sú tala orðið næstum tíu prósentustigum hærri.
Kosningar 2007 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira