Bandaríkjamenn sýna Heru áhuga 1. apríl 2007 09:00 Hera er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir tveggja vikna dvöl í Bandaríkjunum. MYND/Heiða Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008. Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarkonan Hera Hjartardóttir er nýkomin heim til Nýja Sjálands eftir hafa verið í viðræðum við þrjú bandarísk plötufyrirtæki. Hera hélt þrenna tónleika á hátíðinni South By Soutwest í Texas á dögunum og hafði upp úr krafsinu mikinn áhuga útgefenda. Strax eftir hátíðina flaug Hera til Los Angeles til að fylgja áhuganum eftir og dvaldi þar í tvo daga. „Ég fór á nokkra fundi en það er allt ennþá í skoðun. Það eru þrjú fyrirtæki sem ég talaði við í heildina en ég get eiginlega ekkert sagt neitt meira,“ segir Hera, sem skemmti sér vel í Bandaríkjunum. „Þetta var ofboðslega skemmtileg ferð. Ég hélt ferna tónleika í Ameríku, eina í Stillwater í Oklahoma og þrenna í Texas,“ segir Hera. „Ég hélt tónleika á sviði rétt hjá Austin í Texas sem voru sendir út beint á netinu. Þeir höfðu samband þegar ég var á leiðinni til Texas, maður sem heitir Hank Sinatra. Hann er búinn að halda tónleika rétt fyrir utan bæinn í 25 ár og það var ofboðslega skemmtilegt hjá honum.“ Auk áhuga Bandaríkjamannanna fór Hera í viðtal hjá útvarpsstöðinni BBC World Series, sem sendir út um allan heim, þar á meðal til Afríku. „Það kom margt skemmtilegt út úr þessari ferð og það er alls konar fólk búið að hafa samband,“ segir Hera. Ætlar hún að dvelja í Nýja Sjálandi á næstunni og stefnir m.a. á að taka upp myndband þar í landi. Býst hún ekki við að koma aftur til Íslands fyrr en sumarið 2008.
Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira