Í ljósum kertanna 2. apríl 2007 08:30 Hörður Torfason Heldur sína árlegu kertaljósatónleika í kvöld. MYND/Páll Bergmann Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20. Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Árlegir kertaljósatónleikar söngvaskáldsins Harðar Torfasonar fara fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Tónleikar þessir njóta jafnan gífurlegra vinsælda enda hefur tónlistarmaðurinn fjölhæfi fest sig í sessi sem einn dáðustu listamanna þjóðarinnar. Sem fyrr mun Hörður leika nýtt efni í bland við gamlar perlur auk þess að segja sögur úr veröldinni eins og honum er einum lagið. Hörður segist ekki hafa tölu á sínum kertaljósatónleikum og segist halda að hann hafi nú staðið fyrir þeim í um þrjá áratugi. „Oft notar maður þetta tækifæri til þess að kynna nýtt efni og spila svo gömlu lögin. Fólk er óhrætt við að hringja í mig og senda mér skeyti með óskalögunum sínum,“ segir Hörður og bendir á að hann hafi einnig tekið við slíkum óskum úr salnum ef svo ber undir. Hörður er að leggja lokahönd á plötu sem ber titilinn Jarðarsaga og tilheyrir verkefni sem hann kennir við Vitann. „Það er ævintýri sem ég hef verið að skrifa í nokkra áratugi. Ég hef þegar gefið út tvær plötur í þessu safni, Loftsögu og Eldsögu, en þetta verða fimm plötur í allt.“ Aðdraganda þessa verks rekur Hörður til þess að fólk var sífellt að biðja hann um að skrá ævisögu sína. „Ég hafði takmarkaðan áhuga á því þá. Ég var upptekinn í minni vinnu. Sá tilgangur sem ég lagði upp með þegar ég sagði skilið við atvinnuleikhúsið í kringum árið 1972 var að fela mig ekki á bak við eitthvað hlutverk. Ég fór að láta lífið skrifa hlutverkið fyrir mig. Þetta verk spinnst í kringum þetta lífsfar mitt og byggir á því, það er ungur maður sem fer í gegnum lífið og tjáir sig í gegnum söngva.“ Einnig er von á bókstaflegri ævisögu Harðar og vinnur rithöfundurinn og útvarpsmaðurinn Ævar Þór Jósepsson að skráningu hennar. Bæði þessi verk eru væntanleg með haustinu. Tónleikarnir í kvöld hefjast kl. 20.
Mest lesið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp Einar og Milla eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira