Tónlist

Píanóið til Memphis

Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana árið 1980.
Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana árið 1980.

Píanóið sem John Lennon notaði til að semja hið sígilda lag Imagine er á leiðinni til Memphis í Tennessee í tilefni þess að 39 ár eru liðin frá því að mannréttindaleiðtoginn Martin Luther King var myrtur.

Píanóið verður ljósmyndað í Memphis þar sem King var myrtur árið 1968. Á þeim sögufræga stað stendur nú mannréttindasafn Bandaríkjanna. Eigandi píanósins er popparinn George Michael, sem keypti það fyrir um tvö hundruð milljónir króna árið 2000. „Að mynda þetta sérstaka píanó sem var notað til að semja þetta friðarlag skiptir miklu máli fyrir þessa athöfn,“ sagði George Michael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.