Tónlist

Þriðja plata Kings of Leon

Kings of Leon rokksveitin frá Nashville hefur gefið út sína þriðju plötu.
Kings of Leon rokksveitin frá Nashville hefur gefið út sína þriðju plötu.

Rokksveitin Kings of Leon frá Nash­ville hefur sent frá sér sína þriðju plötu, Because of the Times. Hún inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem hefur verið mikið spilað að undanförnu.

Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because of the Times-ráðstefnu, þar sem koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins. Feður þriggja meðlima Kings of Leon eru einmitt prestar.

Síðasta plata sveitarinnar, Aha Shake Heartbeat, kom út fyrir tveimur árum við mjög góðar undirtektir. Áður höfðu þeir félagar gefið út frumburðinn Youth and Young Manhood.

Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.