Tónlist

Kristallinn hljómar

Hlýtt á Brahms og Mozart Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Listasafni Íslands í dag.
Hlýtt á Brahms og Mozart Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands leika ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Listasafni Íslands í dag. MYND/Rósa

Kammertónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Listasafni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Mozart og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur.

Flytjendurnir koma úr röðum færustu tónlistarmanna landsins og er mikill fengur af þessu framtaki Sinfóníunnar. Gerður hefur verið góður rómur að kammertónleikaröðinni en tónlistin þykir njóta sín vel í fallegu umhverfi Listasafnsins við Fríkirkjuveg.

Snillingar þessir, sem allir koma úr röðum færustu hljóðfæraleikara landsins, flytja á tónleikunum undurfagran kvartett í Es-dúr eftir Mozart og Píanókvartett í c-moll op. 60 eftir Johannes Brahms sem er hárómantískt verk enda samið á miklum átakatímum í lífi tónskáldsins.

Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er miðasala við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.