Tónleikar Áskels í Hnitbjörgum 14. apríl 2007 13:45 Tónskáldið Áskell Másson Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar. Áskell Másson tónskáld efnir á morgun til hljómleika í húsinu og sætir það nokkrum tíðindum. Hljóðfæraskipun þeirra verka sem Áskell hefur valið til flutningsins er óvenjuleg: harpa, flauta og slagverk. Fimm verk verða þar flutt og kallar tónskáldið dagskrána Úr huliðsheimum. Verkin fjögur eru úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum í lífi tónskáldsins: Lament var samið eftir lestur sögunnar Itys úr grískri goðafræði. Sorgin flæðir úr brjósti móður sem misst hefur barn sitt. Það var samið fyrir Manuelu Wiesl-er á árinu 1978. Mirage var samið fyrir Elísabetu Waage hörpuleikara á síðasta ári og flytur hún það á morgun. Um það segir tónskáldið: „Eins og úr undirdjúpum koma gárur sem mynda hillingar. Heimur hörpunnar er engum líkur og hefur heillað mig alla tíð.“ Verkið var samið fyrir Elísabetu Waage snemma á síðasta ári. Tvö lög eru á dagskránni, Canzona frá 1984 og Bercuse frá 1980. Fyrra lagið var samið í tilefni fæðingar dóttur tónskáldsins. Það síðara er vöggulag. Þessi lög hafa verið leikin á flest hljóðfæri, en harpan ljáir þeim einstakan blæ, segir Áskell. Um fjórða verkið segir hann: „Á meðal íslenskra þjóðsagna má finna sögu sem ber heitið Íma álfastúlka. Hér stígur hún fram úr steininum. Verkið var samið fyrir japanska slagverksleikarann Madoku Ogasawara sem frumflutti það í Kaupmannahöfn í „Den sorte diamant“ þann 29. nóvember á síðasta ári. Hljóðheimurinn er sérstæðir litir málmhljóðfæranna og ber það nafn álfkonunnar, Íma. Síðasta verkið er melódía tekin úr fiðlukonsert Áskels sem frumfluttur var í byrjun maí á síðasta ári af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Þetta verk, Cantilena, fyrir þau Martial Nardeau flautuleikara, Elísabetu og Frank Aarnik slagverksmeistara, var sérstaklega gert fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir í Hnitbjörgum hefjast kl. 15. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hnitbjörg, hús, vinnustofa og fyrrum heimili Einars Jónssonar myndhöggvara á Skólavörðuholti, er merkileg bygging, hannað af listamanninum sjálfum. Þangað leggja margir leið sína. Bæði garðurinn við húsið og allar innréttingar eru sérstakar. Áskell Másson tónskáld efnir á morgun til hljómleika í húsinu og sætir það nokkrum tíðindum. Hljóðfæraskipun þeirra verka sem Áskell hefur valið til flutningsins er óvenjuleg: harpa, flauta og slagverk. Fimm verk verða þar flutt og kallar tónskáldið dagskrána Úr huliðsheimum. Verkin fjögur eru úr ýmsum áttum og frá ólíkum tímum í lífi tónskáldsins: Lament var samið eftir lestur sögunnar Itys úr grískri goðafræði. Sorgin flæðir úr brjósti móður sem misst hefur barn sitt. Það var samið fyrir Manuelu Wiesl-er á árinu 1978. Mirage var samið fyrir Elísabetu Waage hörpuleikara á síðasta ári og flytur hún það á morgun. Um það segir tónskáldið: „Eins og úr undirdjúpum koma gárur sem mynda hillingar. Heimur hörpunnar er engum líkur og hefur heillað mig alla tíð.“ Verkið var samið fyrir Elísabetu Waage snemma á síðasta ári. Tvö lög eru á dagskránni, Canzona frá 1984 og Bercuse frá 1980. Fyrra lagið var samið í tilefni fæðingar dóttur tónskáldsins. Það síðara er vöggulag. Þessi lög hafa verið leikin á flest hljóðfæri, en harpan ljáir þeim einstakan blæ, segir Áskell. Um fjórða verkið segir hann: „Á meðal íslenskra þjóðsagna má finna sögu sem ber heitið Íma álfastúlka. Hér stígur hún fram úr steininum. Verkið var samið fyrir japanska slagverksleikarann Madoku Ogasawara sem frumflutti það í Kaupmannahöfn í „Den sorte diamant“ þann 29. nóvember á síðasta ári. Hljóðheimurinn er sérstæðir litir málmhljóðfæranna og ber það nafn álfkonunnar, Íma. Síðasta verkið er melódía tekin úr fiðlukonsert Áskels sem frumfluttur var í byrjun maí á síðasta ári af Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Rumons Gamba. Þetta verk, Cantilena, fyrir þau Martial Nardeau flautuleikara, Elísabetu og Frank Aarnik slagverksmeistara, var sérstaklega gert fyrir þessa tónleika. Tónleikarnir í Hnitbjörgum hefjast kl. 15.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp