Menning

Ull í ungum höndum

Nemendur í Rimaskóla sýna ljóð og list í Gerðubergi.
Nemendur í Rimaskóla sýna ljóð og list í Gerðubergi.

Nemendum í Rimaskóla er margt til lista lagt en á morgun verður opnuð sýning á textílverkum nemenda í sjötta bekk skólans í menningarmiðstöðinni Gerðubergi.

Kennarar í textílmennt og íslensku við skólann fengu börnunum það verkefni að semja ljóð og síðan áttu þau að gera mynd úr þæfðri ull út frá inntaki ljóðsins. Útkoman er harla glæsileg og óhætt að fullyrða að val verka á sýninguna reyndist mjög erfitt. Efni ljóða og mynda er fjölbreytt og fjalla þau um allt milli himins og jarðar; lífið og tilveruna, fjölskylduna, dýrin, náttúruna og himingeiminn sjálfan.

Sýningin er í Kaffi Bergi og stendur til 6. maí næstkomandi. Í Gerðubergi stendur jafnframt yfir yfirlitssýning á verkum myndlistar­konunnar Rúrí og lýkur þeirri sýningu einnig 6. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.