Veisla fyrir augu og eyru 16. apríl 2007 06:30 Rokksveitin ódauðlega heldur tónleika í Laugardalshöll 27. maí. Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður. Don og félagar spiluðu fyrir framan fimm þúsund manns í Bari, sem eru örlítið færri áhorfendur en munu hlýða á þá í Höllinni í maí. Hann segir að tónleikarnir hafi gengið frábærlega vel. „Við erum búnir að spila í Albaníu, Sikiley og Parma og það hefur gengið ótrúlega vel. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá Deep Purple og ég get varla lýst því hvernig viðbrögðin hafa verið. Það hafa líka mætt mun yngri tónleikagestir en vanalega,“ segir Don.Með forsætisráðherra AlbaníuAð sögn Dons hefur verið mjög gaman að ferðast með Deep Purple út um allan heiminn. „Við fáum alltaf mjög góðar viðtökur og erum látnir skrifa nöfnin okkar á alls konar hluti. Við erum mjög uppteknir og höfum engan tíma til að setjast niður og spá í hvort maður ætti að vera að gera eitthvað annað,“ segir hann. „Í síðustu viku borðuðum við morgunmat með forsætisráðherra Albaníu. Við vorum í Parma og ákváðum að fara í ferð til parmesan-verksmiðjunnar þar sem þeir búa til ostinn. Það var merkileg sjón.“ Frábært á ÍslandiDon segist vel muna eftir síðustu tónleikum Deep Purple á Íslandi, sem voru í Laugardalshöll árið 2004, tvennir talsins. „Ég ætlaði að fara í bátsferð en veðrið var of vont. Ég fór að sjá fallegar kirkjur og sitthvað fleira. Tónleikarnir voru líka frábærir.“ Deep Purple spilaði fyrst hér á landi árið 1971 og ef tónleikarnir árið 2004 eru taldir með hefur hljómsveitin selt fleiri miða á Íslandi en nokkur önnur erlend sveit, sem verður að teljast ansi góður árangur. 700 tónleikarDeep Purple, sem var stofnuð undir nafninu Roundabout árið 1968, á sér langa og merkilega sögu en ásamt Led Zeppelin má segja að Deep Purple hafi skilgreint hugtakið þungarokk. Smellir eins og Black Night, Hush, Child in Time og Smoke on the Water greiddu götu Deep Purple bæði í Bretlandi og í Ameríku. Don gekk til liðs við sveitina árið 2002 og hefur ekki séð eftir því. „Þetta hefur verið alveg frábært. Við höfum gert tvær mjög góðar plötur og spilað á yfir 700 tónleikum. „Í flestum hljómsveitum þarf maður að vera virkilega tilbúinn fyrir þrjú til fjögur lög á tónleikum en hjá Deep Purple þarf maður alltaf að vera á tánum,“ segir hann. „Við spilum alls konar lög. Auðvitað eru þessi sígildu alltaf til staðar eins og Smoke on the Water og Highway Star. Við spilum líka nokkur lög af nýju plötunum og önnur minna þekkt eins og The Battle Rages On.“ Umlykja áhorfendurDon lofar hörkutónleikum í Laugardalshöllinni. „Þetta verður veisla fyrir augu og eyru. Við munum umlykja áhorfendur með tónum okkar og ljósadýrð.“ Eftir tónleikana á Íslandi mun Deep Purple spila fram í lok maí. Eftir það tekur við frí í júní en síðan heldur tónleikaferðin áfram í júlí og ágúst. Því næst er aldrei að vita nema lagst verði í gerð nýrrar plötu. Enn eru til miðar á tónleikana í Höllinni og fer miðasala meðal annars fram á midi.is. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Rokksveitin ódauðlega Deep Purple heldur sína fjórðu tónleika hér á landi í Laugardalshöll 27. maí ásamt Uriah Heep. Freyr Bjarnason spjallaði við hljómborðsleikarann Don Airey, sem var rétt að ná sér niður eftir tónleika í Bari á Ítalíu kvöldið áður. Don og félagar spiluðu fyrir framan fimm þúsund manns í Bari, sem eru örlítið færri áhorfendur en munu hlýða á þá í Höllinni í maí. Hann segir að tónleikarnir hafi gengið frábærlega vel. „Við erum búnir að spila í Albaníu, Sikiley og Parma og það hefur gengið ótrúlega vel. Það eru spennandi hlutir að gerast hjá Deep Purple og ég get varla lýst því hvernig viðbrögðin hafa verið. Það hafa líka mætt mun yngri tónleikagestir en vanalega,“ segir Don.Með forsætisráðherra AlbaníuAð sögn Dons hefur verið mjög gaman að ferðast með Deep Purple út um allan heiminn. „Við fáum alltaf mjög góðar viðtökur og erum látnir skrifa nöfnin okkar á alls konar hluti. Við erum mjög uppteknir og höfum engan tíma til að setjast niður og spá í hvort maður ætti að vera að gera eitthvað annað,“ segir hann. „Í síðustu viku borðuðum við morgunmat með forsætisráðherra Albaníu. Við vorum í Parma og ákváðum að fara í ferð til parmesan-verksmiðjunnar þar sem þeir búa til ostinn. Það var merkileg sjón.“ Frábært á ÍslandiDon segist vel muna eftir síðustu tónleikum Deep Purple á Íslandi, sem voru í Laugardalshöll árið 2004, tvennir talsins. „Ég ætlaði að fara í bátsferð en veðrið var of vont. Ég fór að sjá fallegar kirkjur og sitthvað fleira. Tónleikarnir voru líka frábærir.“ Deep Purple spilaði fyrst hér á landi árið 1971 og ef tónleikarnir árið 2004 eru taldir með hefur hljómsveitin selt fleiri miða á Íslandi en nokkur önnur erlend sveit, sem verður að teljast ansi góður árangur. 700 tónleikarDeep Purple, sem var stofnuð undir nafninu Roundabout árið 1968, á sér langa og merkilega sögu en ásamt Led Zeppelin má segja að Deep Purple hafi skilgreint hugtakið þungarokk. Smellir eins og Black Night, Hush, Child in Time og Smoke on the Water greiddu götu Deep Purple bæði í Bretlandi og í Ameríku. Don gekk til liðs við sveitina árið 2002 og hefur ekki séð eftir því. „Þetta hefur verið alveg frábært. Við höfum gert tvær mjög góðar plötur og spilað á yfir 700 tónleikum. „Í flestum hljómsveitum þarf maður að vera virkilega tilbúinn fyrir þrjú til fjögur lög á tónleikum en hjá Deep Purple þarf maður alltaf að vera á tánum,“ segir hann. „Við spilum alls konar lög. Auðvitað eru þessi sígildu alltaf til staðar eins og Smoke on the Water og Highway Star. Við spilum líka nokkur lög af nýju plötunum og önnur minna þekkt eins og The Battle Rages On.“ Umlykja áhorfendurDon lofar hörkutónleikum í Laugardalshöllinni. „Þetta verður veisla fyrir augu og eyru. Við munum umlykja áhorfendur með tónum okkar og ljósadýrð.“ Eftir tónleikana á Íslandi mun Deep Purple spila fram í lok maí. Eftir það tekur við frí í júní en síðan heldur tónleikaferðin áfram í júlí og ágúst. Því næst er aldrei að vita nema lagst verði í gerð nýrrar plötu. Enn eru til miðar á tónleikana í Höllinni og fer miðasala meðal annars fram á midi.is.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira