The Stooges: The Weirdness - þrjár stjörnur 16. apríl 2007 08:15 Þó að platan standi gömlu meistaraverkunum langt að baki er á henni nóg af tilþrifum til að gleðja gamla aðdáendur. Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Detroit-sveitin The Stooges kom saman aftur fyrir fjórum árum og hefur verið að spila saman síðan, meðal annars í Hafnarhúsinu í fyrra. Þrír af upprunalegu meðlimunum, Iggy Pop og bræðurnir Ron og Scott Asheton, eru í bandinu í dag. Iggy syngur, Ron spilar á gítar og Scott á trommur, en fyrrum Minutemen-bassaleikarinn Mike Watt er kominn í stað þess fjórða, Dave Alexander sem lést árið 1975. Auk þess spilar saxófónleikarinn Steve Mackay á nýju plötunni, en hann vakti mikla athygli fyrir sinn hlut á Funhouse á sínum tíma. Fyrstu þrjár Stooges-plöturnar, The Stooges (1969), Funhouse (1970) og Raw Power (1973), eru allar á meðal merkustu verka rokksögunnar og hafa haft mikil áhrif á þær kynslóðir rokktónlistarmanna sem hafa komið fram síðan þær komu út. Það átti enginn von á því að The Weirdness yrði jafn mögnuð og fyrri plöturnar og það er hún sannarlega ekki. Í fyrsta lagi hafa þrjár fyrstu plöturnar hver sín sérkenni á meðan The Weirdness reynir bara að endurskapa hljóm fortíðarinnar. Í öðru lagi eru lagasmíðarnar ekki jafn sterkar og í þriðja lagi hafa textarnir ekki sama vægi. Þrátt fyrir þetta er The Weirdness ekkert slæm plata. Það er enn gaman að Stooges-sándinu og þó að tilþrif bræðranna Ron og Scott hljómi ekki jafn byltingarkennd í dag og fyrir tæpum fjörutíu árum er samt gaman að hlusta á þau ennþá. Steve Albini stjórnar upptökunum og hljómurinn er þar af leiðandi fínn, trommusándið er til dæmis frábært. Ef það er hægt að tala um einhverja breytingu á tónlistinni þá má kannski segja að það sé aðeins minni sýra í þessum nýju Stooges lögum og aðeins meiri blús. The Weirdness gleður gamla Stooges-hunda, en aðrir ættu frekar að snúa sé að gömlu meistaraverkunum. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp