Þriðjungur vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf 16. apríl 2007 06:45 Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara. Kosningar 2007 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Aðeins fleiri segjast nú, en í lok mars, vilja sjá áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir kosningarnar 12. maí. Nú segjast 34,8 prósent vilja að stjórnarsamstarfið haldi, en 24. mars sögðust 30,2 prósent vilja að stjórnarsamstarfið héldi áfram. Stuðningur við áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf eykst meðal stuðningsfólks Framsóknarflokksins og segjast nú 91,7 prósent þeirra vilja áframhaldandi samstarf við Sjálfstæðisflokk eftir kosningar. Hinn 24. mars sögðust 89,2 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokks vilja slíkt samstarf. Aðeins færri stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja nú áframhaldandi samstarf við Framsóknarflokk, 57,8 prósent segjast vilja slíkt samstarf, en stuðningurinn var 62,1 prósent í mars. Þá hefur stuðningur við áframhaldandi samstarf aukist lítillega meðal þeirra sem ekki gefa upp hvaða flokk þeir myndu kjósa. Nú segjast 33,3 prósent þeirra vilja áframhaldandi stjórn, en í síðasta mánuði var hlutfallið 29,1 prósent. Í síðustu könnun blaðsins voru það jafnframt 30,2 prósent sem sögðust vilja stjórn Vinstri grænna og Samfylkingar. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað nokkuð og segjast nú 22,2 prósent vilja tveggja flokka vinstri stjórn. Stuðningur við slíka stjórn hefur dalað bæði meðal stuðningsmanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Í mars sögðust 73,0 prósent kjósenda Samfylkingar vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum. Nú er hlutfallið 55,4 prósent. Þá sögðust 70,4 prósent kjósenda Vinstri grænna vilja samstarf við Samfylkingu í mars. Nú segjast 60,6 prósent þeirra vilja slíkt samstarf. Hlutfall þeirra sem styðja Samfylkingu eða Vinstri græn og vilja samstarf síns flokks við Sjálfstæðisflokk hefur hins vegar aukist frá því í mars. Um fjórðungur stuðningsfólks Samfylkingar og Vinstri grænna vill nú mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki. Áhuginn meðal stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks virðist þó meiri fyrir samstarfi við Vinstri græn en Samfylkingu. 20,5 prósent sjálfstæðismanna segjast vilja ríkisstjórn með Vinstri grænum en 8,1 prósent þeirra vill sjá ríkisstjórn með Samfylkingu. Alls segjast 15,4 prósent þeirra sem afstöðu tóku vilja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, en 9,2 prósent vilja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.Stuðningur við Kaffibandalagið svokallaða, Frjálslynda flokkinn, Samfylkingu og Vinstri græn, dalar enn og segjast nú einugis 3,8 prósent vilja slíka stjórn. Meirihluti þeirra sem segjast vilja slíka stjórn segist myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Stuðningur við aðra ríkisstjórnarkosti er rétt um prósentustig eða minna. Þó segjast um tvö prósent vilja meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins. Hringt var í 800 manns á kosningaaldri laugardaginn 14. apríl og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Hvaða stjórnmálaflokkar vilt þú að myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor? og tóku 58,5 prósent aðspurðra afstöðu til spurningarinnar. 35,5 prósent sögðust óákveðin og 6,0 prósent neituðu að svara.
Kosningar 2007 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira