Modest Mouse: We Were Dead Before the Ship Even Sank - þrjár stjörnur 19. apríl 2007 13:00 Sísta plata Modest Mouse til þessa en samt sem áður margslungin og heldur Modest Mouse enn í fremstu röð. We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
We Were Dead Before the Ship Even Sank hér getur ekki verið um að ræða nokkra aðra sveit en Modest Mouse. Fyrsta lagið, March Into the Sea, er líka eins Modest Mouse-legt og lag getur hugsast orðið. Annað lagið, Dashboard, er síðan kennimerki hinnar nýju Modest Mouse sem er allt í einu farin að semja slagara sem fá ofspilun í útvarpi. Flott upphaf á plötu og sannar strax að Modest Mouse er eðalsveit. En síðan kárnar gamanið. Platan á augljóslega að fylgja eftir vinsældum síðustu plötu, Good News For People Who Love Bad News, sem var óvæntur hittari og líklegast poppaðasta plata Modest Mouse til þessa. Þessi plata verður því miður að teljast sem slakur eftirbátur síðustu plötu. Innkoma Johnnys Marr (fyrrverandi gítarleikara The Smiths og 80’s hetja) gerir lítið fyrir sveitina og ummerki hans eru ekki auðsjáanleg. Í fyrsta skiptið á ferlinum virðist Modest Mouse vera að reyna eitthvað og mistekst þannig. Ég get samt ímyndað mér að Modest Mouse hafi reynt ýmsa hluti áður en þá hljómuðu tónarnir svo áreynslulausir, svo yfirgengilega rökréttir þrátt fyrir ringlureiðina. Lög eins Fly Trapped In a Jar, Fire It Up og Education eru öll ekkert nema skugginn af sjálfum sér, hið síðastnefnda líklegast eitt versta lag sem komið hefur úr smiðju hljómsveitarinnar. Plúsarnir við plötuna eru þó blessunarlega fleiri en mínusarnir enda eins framúrskarandi góð hljómsveit á borð við Modest Mouse vandfundin. We’ve Got Everything er líklegur slagari, Missed the Boat er melódísk ballaða, Florida er Modest Mouse á sínum besta degi og Steam Engine afslappað stuðlag. Þessi lög sanna að Modest Mouse hefur þetta enn alveg í sér og textar Isaacs Brock halda sveitinni ennþá í fremstu röð. Ég get samt ekki að því gert að platan We Were Dead Before the Ship Even Sank veldur vonbrigðum og er sísta plata Modest Mouse til þessa, ekki versta, því Modest Mouse er ófær um að gera lélegar plötur. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira