Fransmenn og fjölskyldufjör 19. apríl 2007 12:00 Ætli þau séu að lesa franska bók? Í viku bókarinnar verður heilmikið húllumhæ fyrir alla fjölskylduna í Borgarbókasafninu. Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30. Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Borgarbókasafnið fagnar Viku bókarinnar með fjölbreyttri dagskrá um alla borg. Í dag verður til dæmis efnt til fjölskylduhátíða á vegum safnsins í Árbæ og Grafarvogi auk þess sem heilmikið verður um að vera í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Þar verða Bókaverðlaun barnanna afhent og leikarar úr sýningunni Abbababb! líta inn og skemmta gestum. Á fyrstu hæðinni verður ennfremur opnuð sýning á verkum eftir nemendur í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Á sunnudaginn kl. 15 stendur safnið fyrir bókmenntagöngu um miðbæinn fyrir börn á aldrinum 5-11 ára þar sem rithöfundurinn og myndlistarmaðurinn Sigrún Eldjárn mun mæta og spjalla við göngufólk um kynni sín af Tjörninni. Mánudagssíðdegið, á sjálfum degi bókarinnar, verður síðan með frönsku ívafi en þarlendar bókmenntir eru í öndvegi þessi misserin. Þá mæta rithöfundarnir Gerður Kristný og Sigurður Pálsson í Grófarhúsið og segja frá kynnum sínum af Frakklandi. Þá syngur Sigríður Thorlacius frönsk lög við undirleik Steingríms Karls Teague. Dagskráin á mánudaginn hefst kl. 17.30.
Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Lífið Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Bíó og sjónvarp „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira