Tónlist

Á heimshornaflakki

Fagna Sumri með söng. Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í dag. Fréttablaðið/hörður
Fagna Sumri með söng. Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í dag. Fréttablaðið/hörður

Nýstofnaður Kvennakór Háskóla Íslands heldur tónleika í hátíðarsal skólans í dag og fagnar þar sumardeginum fyrsta með gleði og söng.

Yfirskrift tónleikanna er „Heimshornaflakk og heim með Jónasi“ en á efnisskrá þeirra eru lög frá ýmsum heimshornum og „Jónasarlög“ Atla Heimis Sveinssonar sem öll eru samin við ljóð Jónasar Hallgrímssonar.

Lög tónskáldsins endurspegla rómantík og trega Listaskáldsins og verða flutt við undirleik hljómsveitar. Heimshornaflakkið ber hlustendur síðan meðal annars til Ítalíu, Þýskalands, Finnlands og Kanada, ásamt Bolero-söng á Spáni og brúðarmarsi í Svíþjóð.

Kórinn skipa þrjátíu stúlkur en einsöngvarar úr röðum kórsins verða Berglind Ósk Ásbjörnsdóttir, Bryndís Erlingsdóttir, Erna Karen Óskarsdóttir, Hlíf Böðvarsdóttir og Kristrún Elsa Harðardóttir.

Stjórnandi á tónleikunum, sem hefjast kl. 17 í dag, er Margrét Bóasdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.