Kings of Leon: Because of the Times - þrjár stjörnur 24. apríl 2007 09:00 Farið er í aðrar áttir en á fyrri plötum sveitarinnar. Stundum tekst þeim frábærlega en á öðrum stöðum er platan ekki upp á marga fiska. Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Kings of Leon hafa lengi heillað mig með kæruleysislegu Suðurríkjarokki sínu; einfalt, grípandi og skemmtilegt. Pottþétt blanda. Á þriðju plötu sinni eru Followill-bræðurnir og frændinn hins vegar töluvert alvarlegri. Greinilegt að nú ætla menn að gera „þroskaðri“ plötu. Týpískt viðfangsefni listamanna á annarri til þriðju plötu sinni. En Kings of Leon tekst hins vegar furðu vel upp. Kæruleysið er ekki algjörlega á bak og burt og birtist okkur helst í textunum sem halda áfram að vera jafn ferlega redneck-legir (Born / In West Virginia oh no / Married / To the preacher oh no / Why she‘s always looking at me). Lagasmíðarnar eru svo sannarlega meira fullorðins, ef þannig má að orði komast, en ég er ekki viss um að það henti Kings of Leon betur. Gítarpælingar sveitarinnar eru greinilega það sem sveitin hefur mest gælt við og oft á tíðum ganga þær fullkomlega upp og endurspeglast í algjörum háklassalögum á borð við Charmer, McFearless, True Love Way og On Call. Á öðrum stöðum virkar sveitin hálfklisjukennd og ræður greinilega ekki við verkefnið. Seinni hluti plötunnar er þannig sérstaklega óeftirminnilegur og rennur á tímum saman í gallsúran rúgbrauðsgraut. Tvö síðustu lögin, Camaro og Arizona (fíla líka þessi lagaheiti. Kings of Leon er ein af fáum hljómsveitum sem kemst upp með þetta án þess að vera hallærisleg), eru til bjargar. Spilamennskan heldur líka áfram að vera til fyrirmyndar og sem fyrr er söngurinn algjörlega framúrskarandi. Platan gefur aukna vídd í hljóðheim Kings of Leon og sannar kannski best að þessir piltar eru öngvir aukvisar. Eins og fyrr verður því gaman að fylgjast með næstu skrefum hljómsveitarinnar. Mæli reyndar að lokum með tónleikum sveitarinnar sem eru einkar þéttir. Steinþór Helgi Arnsteinsson
Mest lesið Setja markið á 29. sætið Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira