Nornaseyði á Nýlendugötu 24. apríl 2007 12:31 Hrund Ósk Árnadóttur er við upptökur á djass- og blúsplötu þessa daga. Framundan eru tónleikar á AIM festival, sem er blúshátíð á Akureyri og verður haldin dagana 31. maí til 3. júní. Hér er Hrund heima hjá sér á Nýlendugötu með seyðið góða.fréttablaðið/hörður Hrund Ósk Árnadóttir söngnemi kann uppskrift að seyði sem virkar vel gegn hálsbólgu og kvefi. Hrund Ósk Árnadóttir er komin langleiðina með að ljúka námi í klassískum söng. Hún segir máli skipta fyrir söngvara að hugsa vel um röddina og lumar á nokkrum ráðum til að halda henni góðri. Meðal annars uppskrift að seyði sem vinnur á hálsbólgu og kvefi. „Ég bý til seyði, svona hálfgert nornaseyði, ef mér finnst ég vera að fá kvef eða annan óþverra, sem getur haft áhrif á röddina,“ útskýrir Hrund. „Ég sýð hvítlauk og engifer í vatni. Bragðbæti það með smá sítrónusafa, hunangi og jafnvel sólhatti. Sker aukalega niður tvö rif af hvítlauk í smáa bita og gleypi með seyðinu. Það er algjör bomba.“ Hrund segir að í raun ætti að drekka soð af þessu tagi daglega og helst tvisvar á dag. „Maður fyllist af svo mikilli orku. Ég viðurkenni alveg að þetta er ekkert rosalega bragðgott og þar er kannski helst hvítlauknum um að kenna. Hann er svo rammur, sérstaklega ef maður gleypir rifin með. Ég mæli reyndar með að fólk setji þau undir tunguna á meðan það drekkur seyðið. Næringarefnin eru þá fljótari að berast inn í blóðrásina.“ Að sögn Hrund er leikurinn gerður til að hreinsa burt bakteríur. „Soðið virkar kannski ekki á einhverjar veirusýkingar, en ætti að halda kvefi í skefjum. Hafi maður á hinn bóginn kvefast ætti maður að losna við það á um það bil þremur dögum með hjálp seyðisins. Enda gert til að halda hálsi, nefi og eyrum hreinum og röddinni í himnalagi.“ Heilsa Matur Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Hrund Ósk Árnadóttir söngnemi kann uppskrift að seyði sem virkar vel gegn hálsbólgu og kvefi. Hrund Ósk Árnadóttir er komin langleiðina með að ljúka námi í klassískum söng. Hún segir máli skipta fyrir söngvara að hugsa vel um röddina og lumar á nokkrum ráðum til að halda henni góðri. Meðal annars uppskrift að seyði sem vinnur á hálsbólgu og kvefi. „Ég bý til seyði, svona hálfgert nornaseyði, ef mér finnst ég vera að fá kvef eða annan óþverra, sem getur haft áhrif á röddina,“ útskýrir Hrund. „Ég sýð hvítlauk og engifer í vatni. Bragðbæti það með smá sítrónusafa, hunangi og jafnvel sólhatti. Sker aukalega niður tvö rif af hvítlauk í smáa bita og gleypi með seyðinu. Það er algjör bomba.“ Hrund segir að í raun ætti að drekka soð af þessu tagi daglega og helst tvisvar á dag. „Maður fyllist af svo mikilli orku. Ég viðurkenni alveg að þetta er ekkert rosalega bragðgott og þar er kannski helst hvítlauknum um að kenna. Hann er svo rammur, sérstaklega ef maður gleypir rifin með. Ég mæli reyndar með að fólk setji þau undir tunguna á meðan það drekkur seyðið. Næringarefnin eru þá fljótari að berast inn í blóðrásina.“ Að sögn Hrund er leikurinn gerður til að hreinsa burt bakteríur. „Soðið virkar kannski ekki á einhverjar veirusýkingar, en ætti að halda kvefi í skefjum. Hafi maður á hinn bóginn kvefast ætti maður að losna við það á um það bil þremur dögum með hjálp seyðisins. Enda gert til að halda hálsi, nefi og eyrum hreinum og röddinni í himnalagi.“
Heilsa Matur Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira