„Viröldin“ annarlega 28. apríl 2007 09:00 Úr óperunni Viröld fláa. Hafliði Hallgrímsson sækir í sagnasjóð Daníil Kharms. Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms. Hafliði segist alla jafna ekki sækja mikið í bókmenntirnar sem innblástur fyrir sína tónlist en það sé nauðsynlegt þegar kemur að óperunum. „Árum saman var ég að leita að texta fyrir óperu, án þess að átta mig á að hann beið mín í skúffu hérna heima hjá mér,“ segir hann sposkur. Þar á hann við rit eitt sem góður kunningi hans færði honum fyrir margt löngu og geymir texta eftir rússneska rithöfundinn Daniil Kharms. „Ég sá strax að þarna var virkilega gott efni á ferðinni sem gaman væri að nota einhvern tíma. Tækifærið kom þegar ég var fenginn til að skrifa lítið leikhússtykki fyrir leiklistarhátíð í Norður-Skotlandi. Þá skrifaði ég verk sem heitir „Örsögur“ og notaði nokkrar sögur eftir Kharms. Verkið er flutt af sögumanni og hljóðfæraleikurum og hefur farið nokkuð víða.“ Caput-hópurinn frumflutti verkið hér heima árið 1999 og hefur tekið það upp nokkrum sinnum, síðast þegar höfundurinn hélt upp á sextugsafmæli sitt í Salnum. Hópurinn hefur nú hljóðritað verkið og eru líkur á að upptaka sú verði gefin út á þessu ári. Þar er sögumaðurinn enginn annar en breski leikarinn Simon Callow, sannkallað kamelljón sem til dæmis er minnst fyrir dæmalausa frammistöðu í grínmyndinni Four Weddings and a Funeral. Hafliði segir að líkast til hafi einhver í Lübeck haft spurnir af verkinu því þaðan var haft samband við hann og óskað eftir að hann semdi óperu úr fyrrgreindu efni og varð það úr. Hafliði jók við örsagna-verkið en óperan „Viröld fláa“ geymir fimmtán sögur úr sjóði Kharms. Óperan var frumsýnd í Lübeck árið 2004 og hefur einnig verið sett upp í Vínarborg. Óperan fékk afar góðar viðtökur og var haft eftir einum gagnrýnanda að hún gæti orðið óperusviðinu það sem leikritið Beðið eftir Godot er leikhúsheiminum. Tónlistin var sögð „blæbrigðarík, þétt, litrík og heit og meira að segja fyndin“ og þykir hún smellpassa við sótsvartan húmor örsagna Kharms. Tónskáldið útskýrir að stærsta hlutverkið í óperunni sé skrifað fyrir annan tenórinn. „Hann er ungur maður sem fer út í lífið og verður fyrir ýmiss konar reynslu, og ekki alltaf góðri. Það er alls ekki út í hött að segja að hann sé skáldið. Hann lendir upp á kant við aðrar persónur verksins, er hundeltur og settur í fangelsi þar sem hann deyr úr hungri. Það var einnig hlutskipti Kharms.“Hafliði segir að það sé farið um víðan völl í óperunni en ungi sögumaðurinn sé stóri samnefnarinn. „Sögurnar í óperunni eru gerólíkar, allt frá því að lýsa hversdagslegum atburðum yfir í gálgahúmor af furðulegustu tegund. Í þeim er einnig oft mjög óvænt áflog og skepnuskapur, alls konar hugsunarlaust ofbeldi og inn í þetta fléttast mild erótík. Sumar sögurnar líkjast ævintýrum í einfaldleik sínum og í þeim eru líka vísanir til skipulagðra glæpa eins og áttu sér stað í Rússlandi á tímum höfundarins.“ Titill verksins veldur heilabrotum en í samhengi við húmor og áherslur Kharms er hann vel skiljanlegur. Hafliði segir að þýski titillinn „Die Wält der Zwischenfälle“ þýði „heimur tilviljana“ en Kharms hafi á sínum tíma vísvitandi stafað orðið „heimur“ rangt. „Ég tek mér því þetta skáldaleyfi og kalla verkið Viröld fláa til að endurspegla þessa stafsetningu hans,“ segir Hafliði. Það færist nú í vöxt að óperur séu settar upp án leikbúnaðar og sú verður raunin í maí. Hafliði segir að slíkar uppfærslur séu ákveðinn prófsteinn á óperur og þær sem fái staðist það próf séu í eðli sínu nokkuð sterkar. Uppfærslan á Listahátíð verður raunar margmiðlunarsýning. Sögunum sjálfum verður varpað á tjald á íslensku í þýðingum Árna Bergmanns og Hafliða og einnig verður boðið upp á myndefni sem unnið er úr öðrum uppfærslum óperunnar. Sonur tónskáldsins, arkitekinn Andri Hafliðason, var föður sínum innan handar við gerð sjónefnisins. „Þar notum við myndir sem voru teknar í uppfærslunum í Lübeck og Vín ásamt myndum af málverkum frá rússneska tímabili myndlistarmannsins Marcs Chagall,“ segir Hafliði. Einnig verða sýndar myndir frá tveimur rússneskum söfnum, hreyfimyndasafninu í Sharmnka sem nú hefur verið flutt til Glasgow og safni sem kennt er við ljóðskáldið Önnu Akhmatovu. Hafliði segir að uppfærsla þessi kallist þannig á við sýningar þöglu myndanna þar sem boðið var upp á myndefni, texta og tónlist. Meðal söngvara í uppfræðslunni í maí verða Hanna Dóra Sturludóttir, Davíð Ólafsson og tenórinn Clemens Löschmann sem söng aðalhlutverkið í Lübeck. Hafliði Hallgrímsson hefur um áraraðir verið búsettur í Edinborg í Skotlandi. Hann hefur í nægu að snúast þessa dagana og kemst ekki hingað heim til að fylgjast með æfingaferlinu fyrr en rétt á lokastigum þess. Í dag vill svo skemmtilega til að þar í borg verða haldnir tónleikar í kirkju einni sem kenndir eru við grámunka en þar leikur Fidelio-tríóið eingöngu verk eftir Hafliða og er meiningin að efnisskrá þessi verði hljóðrituð og gefin út á seinni stigum. Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Meðal viðburða á Listahátíð í vor er tónleikauppfærsla á óperu Hafliða Hallgrímssonar, Viröld fláa, sem Sinfóníuhljómsveit Íslands mun flytja ásamt átta einsöngvurum. Efniviður óperunnar eru margslungnar sögur rússneska fáranleikameistarans Daníil Kharms. Hafliði segist alla jafna ekki sækja mikið í bókmenntirnar sem innblástur fyrir sína tónlist en það sé nauðsynlegt þegar kemur að óperunum. „Árum saman var ég að leita að texta fyrir óperu, án þess að átta mig á að hann beið mín í skúffu hérna heima hjá mér,“ segir hann sposkur. Þar á hann við rit eitt sem góður kunningi hans færði honum fyrir margt löngu og geymir texta eftir rússneska rithöfundinn Daniil Kharms. „Ég sá strax að þarna var virkilega gott efni á ferðinni sem gaman væri að nota einhvern tíma. Tækifærið kom þegar ég var fenginn til að skrifa lítið leikhússtykki fyrir leiklistarhátíð í Norður-Skotlandi. Þá skrifaði ég verk sem heitir „Örsögur“ og notaði nokkrar sögur eftir Kharms. Verkið er flutt af sögumanni og hljóðfæraleikurum og hefur farið nokkuð víða.“ Caput-hópurinn frumflutti verkið hér heima árið 1999 og hefur tekið það upp nokkrum sinnum, síðast þegar höfundurinn hélt upp á sextugsafmæli sitt í Salnum. Hópurinn hefur nú hljóðritað verkið og eru líkur á að upptaka sú verði gefin út á þessu ári. Þar er sögumaðurinn enginn annar en breski leikarinn Simon Callow, sannkallað kamelljón sem til dæmis er minnst fyrir dæmalausa frammistöðu í grínmyndinni Four Weddings and a Funeral. Hafliði segir að líkast til hafi einhver í Lübeck haft spurnir af verkinu því þaðan var haft samband við hann og óskað eftir að hann semdi óperu úr fyrrgreindu efni og varð það úr. Hafliði jók við örsagna-verkið en óperan „Viröld fláa“ geymir fimmtán sögur úr sjóði Kharms. Óperan var frumsýnd í Lübeck árið 2004 og hefur einnig verið sett upp í Vínarborg. Óperan fékk afar góðar viðtökur og var haft eftir einum gagnrýnanda að hún gæti orðið óperusviðinu það sem leikritið Beðið eftir Godot er leikhúsheiminum. Tónlistin var sögð „blæbrigðarík, þétt, litrík og heit og meira að segja fyndin“ og þykir hún smellpassa við sótsvartan húmor örsagna Kharms. Tónskáldið útskýrir að stærsta hlutverkið í óperunni sé skrifað fyrir annan tenórinn. „Hann er ungur maður sem fer út í lífið og verður fyrir ýmiss konar reynslu, og ekki alltaf góðri. Það er alls ekki út í hött að segja að hann sé skáldið. Hann lendir upp á kant við aðrar persónur verksins, er hundeltur og settur í fangelsi þar sem hann deyr úr hungri. Það var einnig hlutskipti Kharms.“Hafliði segir að það sé farið um víðan völl í óperunni en ungi sögumaðurinn sé stóri samnefnarinn. „Sögurnar í óperunni eru gerólíkar, allt frá því að lýsa hversdagslegum atburðum yfir í gálgahúmor af furðulegustu tegund. Í þeim er einnig oft mjög óvænt áflog og skepnuskapur, alls konar hugsunarlaust ofbeldi og inn í þetta fléttast mild erótík. Sumar sögurnar líkjast ævintýrum í einfaldleik sínum og í þeim eru líka vísanir til skipulagðra glæpa eins og áttu sér stað í Rússlandi á tímum höfundarins.“ Titill verksins veldur heilabrotum en í samhengi við húmor og áherslur Kharms er hann vel skiljanlegur. Hafliði segir að þýski titillinn „Die Wält der Zwischenfälle“ þýði „heimur tilviljana“ en Kharms hafi á sínum tíma vísvitandi stafað orðið „heimur“ rangt. „Ég tek mér því þetta skáldaleyfi og kalla verkið Viröld fláa til að endurspegla þessa stafsetningu hans,“ segir Hafliði. Það færist nú í vöxt að óperur séu settar upp án leikbúnaðar og sú verður raunin í maí. Hafliði segir að slíkar uppfærslur séu ákveðinn prófsteinn á óperur og þær sem fái staðist það próf séu í eðli sínu nokkuð sterkar. Uppfærslan á Listahátíð verður raunar margmiðlunarsýning. Sögunum sjálfum verður varpað á tjald á íslensku í þýðingum Árna Bergmanns og Hafliða og einnig verður boðið upp á myndefni sem unnið er úr öðrum uppfærslum óperunnar. Sonur tónskáldsins, arkitekinn Andri Hafliðason, var föður sínum innan handar við gerð sjónefnisins. „Þar notum við myndir sem voru teknar í uppfærslunum í Lübeck og Vín ásamt myndum af málverkum frá rússneska tímabili myndlistarmannsins Marcs Chagall,“ segir Hafliði. Einnig verða sýndar myndir frá tveimur rússneskum söfnum, hreyfimyndasafninu í Sharmnka sem nú hefur verið flutt til Glasgow og safni sem kennt er við ljóðskáldið Önnu Akhmatovu. Hafliði segir að uppfærsla þessi kallist þannig á við sýningar þöglu myndanna þar sem boðið var upp á myndefni, texta og tónlist. Meðal söngvara í uppfræðslunni í maí verða Hanna Dóra Sturludóttir, Davíð Ólafsson og tenórinn Clemens Löschmann sem söng aðalhlutverkið í Lübeck. Hafliði Hallgrímsson hefur um áraraðir verið búsettur í Edinborg í Skotlandi. Hann hefur í nægu að snúast þessa dagana og kemst ekki hingað heim til að fylgjast með æfingaferlinu fyrr en rétt á lokastigum þess. Í dag vill svo skemmtilega til að þar í borg verða haldnir tónleikar í kirkju einni sem kenndir eru við grámunka en þar leikur Fidelio-tríóið eingöngu verk eftir Hafliða og er meiningin að efnisskrá þessi verði hljóðrituð og gefin út á seinni stigum.
Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira