Uppsprengt verð á Kjarval 3. maí 2007 06:00 Bragi Kristjónsson fornbókasali segir verðlagninguna á Hvalasögu Kjarvals á eBay út í hött. MYND/Heiða „Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag. Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er bull og vitleysa,“ sagði Bragi Kristjónsson fornbókasali um verðlagningu á Hvalasögu Jóhannesar S. Kjarvals á uppboðssíðunni eBay. Seljandi, sem virðist búsettur í Kópavogi en lætur nafns síns ekki getið, býður upp áritað eintak af smásögunni „Hvalasagan – átján hundruð níutíu og sjö“ á eBay, fyrir lágmarksupphæðina 58.500 bandaríkjadali. Sú upphæð samsvarar tæplega 3,8 milljónum íslenskra króna. Athygli vekur að á uppboði Gallerís Foldar á Hótel Sögu síðastliðinn sunnudag var málverkið Skúta í kvöldsól, einnig eftir Kjarval, slegið á sama verði, eða 3,8 milljónir íslenskra króna. „Þetta er bara alveg út í bláinn,“ ítrekaði Bragi. „Við höfum verið að selja þessi rit hans Kjarvals á svona sjö til tólf þúsund krónur, og jafnvel lægra en svo,“ sagði hann. Bragi og sonur hans, Ari Gísli, reka fornbókasöluna Bókina á Klapparstíg í Reykjavík. Hvalasaga kjarvals Kápa Hvalasögunnar sem boðin er upp á eBay. Hún er skreytt litprentaðri teikningu eftir Kjarval. Seljandi Hvalasögunnar á eBay skrifar þar í lýsingu að umrætt eintak sé það eina sem til sé með áritun Kjarvals. Á því stendur: „Ásta, frú Austurstræti. Kær kveðja, Jóhannes S. Kjarval.“ Bragi segir hins vegar sennilega vera til fleiri árituð eintök af ritum Kjarvals en óárituð. „Yfirleitt áritaði karlinn nú öll eintök sem hann lét af hendi, þannig að það er ekkert sérstaklega merkilegt. Karlinn var náttúrlega snillingur og gjafmildari en allir menn á Íslandi. Hann gaf þetta yfirleitt hverjum sem hafa vildi sem hann hitti niðri í bæ,“ sagði Bragi. áritunin Seljandi sögunnar heldur því fram að þar sé á ferðinni eina áritaða eintakið, en Bragi segir það alrangt. Hvalasaga Kjarvals er „óður til hvalsins“ að sögn Braga. „Ég held það hafi verið prentuð svona átta til tólf hundruð eintök, sem var bara eins og venjulegt upplag á þessum tíma í kringum 1950,“ sagði Bragi. Ritið er gefið út 1957 og telst Braga til að það sé um sextán blaðsíður. „Þetta er smábæklingur með litprentaðri kápu og teikningu af hval eftir Kjarval,“ útskýrði hann. Hann telur verðlagninguna á eBay því vera fyrir neðan allar hellur. „Langt út í allan himinbláma, af því að þetta er prentað í um þúsund eintökum og áritanirnar hans Kjarvals eru yfirleitt á öllum hans verkum,“ sagði Bragi. Enn hafa engin tilboð borist í Hvalasöguna á eBay, en uppboðinu lýkur í dag.
Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira