Steingarðar byggðir í Eyjafirði 4. maí 2007 06:45 Garðar ástralska myndlistarmannsins eru sums staðar engin smásmíði og þurfa að vera vel hlaðnir eigi þeir að standa. Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn. Landlist hefur lengi verið mikilvæg grein innnan sjónlistanna enda stendur hún á fornum meiði. Við hliðina á rúnaristum og málverkum á stein eru til úr fornöld risastórar myndir sem þekja stór svæði og verða vart greind í heild sinni nema úr loft. Ástralski skúlptúristinn Andrew Rogers hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á verk af þessu tagi: með risastórum grjótgörðum sem hann kallar á enskri tungu geoglyphs eða jarðrúnir. Hann lætur sér ekki starfsstöð í einu landi duga heldur vinnur að verki sem teygir sig um alla jarðarkringluna. Það er í tólf þáttum og nú eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur útilistaverk. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Atacama-eyðimörkin í Chile, og fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástralíu, Akureyri og nágrenni sem hann vann í september síðasta ár og mánuði síðar Góbí-eyðimörkin í Kína. Í framtíðinni verða steingarðar reistir á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5.000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn. Samheitið á þessu jarðlistarverkefni er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstendur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Tvö táknin tengjast viðkomandi svæði og af fornum meiði. Yfirleitt eru táknin í sjónmáli hvert frá öðru. Flest eru reist utan alfaraleiða. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt. Hann hefur átt gott samstarf við heimamenn um staðarval fyrir verkin þrjú enda verða slík mannvirki ekki reist nema í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Bæði súla Yoko Ono, Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson og Áfangar eftir Richard Serra setja stóran svip á Viðey við Reykjavík. Eins er með Macy eftir Paul MacCartney á Héraði. Þessi útilistaverk verða kennileiti í landslagi og draga að sér gesti, bæði innlenda og erlenda, ef rétt er á haldið í kynningu. Eins og á öðrum stöðun var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir, önnur táknmyndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn og hin forn rún sem táknar Nú. Örninn er í Hlíðarfjalli, rúnin Nú efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; þegar verkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshafandi konur á Akureyri sem auglýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á verkefninu. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út 140 síðna bók um jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreifingu. Greinarhöfundar eru Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins, og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmyndatökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningin stendur uppi í Listasafni Akureyrar til 24. Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Landsfjórðungar takast á í fjölbreyttu framboði listaverka þessa dagana: í Stykkishólmi opnaði Roni Horn Vatnasafn sitt í gær og norður á Akureyri var ekki smærra verk erlends listamanns opinberað. Á morgun verður opnuð í Listasafninu á Akureyri yfirlitssýning á jarðlistaverkefni Andrews Rogers, Lífstakturinn. Landlist hefur lengi verið mikilvæg grein innnan sjónlistanna enda stendur hún á fornum meiði. Við hliðina á rúnaristum og málverkum á stein eru til úr fornöld risastórar myndir sem þekja stór svæði og verða vart greind í heild sinni nema úr loft. Ástralski skúlptúristinn Andrew Rogers hefur um nokkurra ára skeið lagt stund á verk af þessu tagi: með risastórum grjótgörðum sem hann kallar á enskri tungu geoglyphs eða jarðrúnir. Hann lætur sér ekki starfsstöð í einu landi duga heldur vinnur að verki sem teygir sig um alla jarðarkringluna. Það er í tólf þáttum og nú eru sjö orðin að veruleika, þar af eitt á Akureyri. Ævintýrið hófst í Arava-eyðimörkinni í Ísrael í mars 1999 þar sem hann reisti fjögur útilistaverk. Næst í röðinni var eitt mesta þurrkasvæði jarðar, Atacama-eyðimörkin í Chile, og fljótlega á eftir fylgdu Cerro Rico-fjallahéruðin í Bólivíu, Sri Lanka, You Yangs-þjóðgarðurinn í Ástralíu, Akureyri og nágrenni sem hann vann í september síðasta ár og mánuði síðar Góbí-eyðimörkin í Kína. Í framtíðinni verða steingarðar reistir á Indlandi, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Austur-Evrópu. Þegar verkefninu lýkur munu yfir 5.000 manns í sex heimsálfum hafa lagt hönd á plóginn. Samheitið á þessu jarðlistarverkefni er Lífstakturinn (Rhythms of Life) og samanstendur hvert myndverk vanalega af þremur steingörðum eða táknum. Tvö táknin tengjast viðkomandi svæði og af fornum meiði. Yfirleitt eru táknin í sjónmáli hvert frá öðru. Flest eru reist utan alfaraleiða. Andrew Rogers hafði haft augastað á Íslandi fyrir verkefni sitt. Hann hefur átt gott samstarf við heimamenn um staðarval fyrir verkin þrjú enda verða slík mannvirki ekki reist nema í samstarfi við yfirvöld á hverjum stað. Bæði súla Yoko Ono, Blind Pavilion eftir Ólaf Elíasson og Áfangar eftir Richard Serra setja stóran svip á Viðey við Reykjavík. Eins er með Macy eftir Paul MacCartney á Héraði. Þessi útilistaverk verða kennileiti í landslagi og draga að sér gesti, bæði innlenda og erlenda, ef rétt er á haldið í kynningu. Eins og á öðrum stöðun var gengið út frá því að reistar yrðu þrjár táknmyndir, önnur táknmyndin sem varð fyrir valinu er Akureyrarörninn og hin forn rún sem táknar Nú. Örninn er í Hlíðarfjalli, rúnin Nú efst á Vaðlaheiði og Lífstakturinn í Fálkafelli. Úr góðri fjarlægð má auðveldlega greina táknin sem eru komin til að vera; þegar verkunum var lokið leigði Rogers þyrlu eins og venja hans er og lét skrásetja garðana með aðstoð Páls Stefánssonar ljósmyndara. Fimmtán barnshafandi konur á Akureyri sem auglýst var eftir voru ljósmyndaðar í bak og fyrir ofan á Lífstaktinum og létu þær ekki hitastigið, fimm gráður, aftra sér frá því að veita afkvæminu hlutdeild í ódauðlegu listaverki. Sýningin í Listasafninu á Akureyri er fyrsta almenna yfirlitssýningin á verkefninu. Listasafnið á Akureyri hefur gefið út 140 síðna bók um jarðlistaverkefnið Lífstaktinn og framkvæmd þess í Ísrael, Chile, Bólivíu, Sri Lanka, Ástralíu, Akureyri og Kína. Þetta er fyrsta bókin þar sem verkefninu eru gerð heildræn skil og fer hún í alþjóðlega dreifingu. Greinarhöfundar eru Hannes Sigurðsson, listfræðingur og forstöðumaður Listasafnsins, og hinn virti bandaríski gagnrýnandi Lilly Wei. Tveir ástralskir kvikmyndatökumenn fylgdu Rogers eftir hvert fótmál við gerð verkanna þriggja á Akureyri, en gerðar hafa verið heimildarmyndir um hvert og eitt þessara verkefna hans. Afraksturinn er hálftíma mynd um gerð verkanna og mannlífið á Akureyri og verður hún frumsýnd í Sjónvarpinu á uppstigningardag, fimmtudaginn 17. maí kl. 19.35. Þá hefur Discovery Channel fest kaup á þáttunum og verða þeir teknir til sýninga um allan heim. Sýningin stendur uppi í Listasafni Akureyrar til 24.
Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira