Tónlist

Brit-verðlaun fyrir klassíska plötu

Bítillinn fyrrverandi fékk klassísku Brit-verðlaunin fyrir plötu sína Ecce Cor Meum.
Bítillinn fyrrverandi fékk klassísku Brit-verðlaunin fyrir plötu sína Ecce Cor Meum.

Bítillinn fyrrverandi, Sir Paul McCartney, vann klassísku Brit-verðlaunin fyrir sína fjórðu klassísku plötu, Ecce Cor Meum. Á meðal þeirra sem McCartney skaut ref fyrir rass voru Sting og Katherine Jenkins.



Lesendur Classic FM í Bretlandi og lesendur tímarits útvarpsstöðvarinnar tóku þátt í kosningunni. „Ef þið hefðuð sagt mér þegar ég var lítill strákur að alast upp í Liverpool að ég yrði í Albert Hall að taka á móti þessum verðlaunum, þá hefði ég ekki trúað ykkur,“ sagði McCartney. „Mamma og pabbi hefðu verið rosalega stolt.“



McCartney byrjaði að semja Ecce Cor Meum árið 1997 en þurfti að fresta plötunni vegna dauða fyrri eiginkonu sinnar, Lindu, árið eftir. Platan var tekin upp í Abbey Road-hljóðverinu í London og var verkið frumflutt í Royal Albert Hall í nóvember í fyrra. Næsta poppplata McCartneys, Memory Almost Full, kemur út í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.