Erlent

Grátbiður stúlkunni vægðar

Harmi slegnir foreldrar Kate og Gerry McCann hafa biðlað til ræningjanna að vinna dóttur þeirra ekki mein og sleppa henni úr haldi.
Harmi slegnir foreldrar Kate og Gerry McCann hafa biðlað til ræningjanna að vinna dóttur þeirra ekki mein og sleppa henni úr haldi. MYND/AP
Ekkert hefur enn spurst til Madeleine McCann, þriggja ára gamallar breskrar stúlku sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal á fimmtudagskvöld. Talið er að stúlkunni hafi verið rænt og grátbað móðir hennar ræningjana að meiða hana hvorki né hræða í átakanlegu ákalli sem sjónvarpað var í Portúgal í gær.

Að því er fram kemur á fréttavef BBC hefur portúgalska lögreglan nú til rannsóknar vitnisburð sjónarvotta sem segjast hafa séð sköllóttan mann draga litla stúlku með sér að bátahöfn skammt frá hótelinu. Fyrrum lögregluforingi í Portúgal sagði í viðtali að grunur léki á að ræninginn væri breskur og að ránið væri þaulskipulagt. Foreldrar Madeleine eru vel efnaðir og hafa heitið hundrað þúsund pundum í verðlaun fyrir upplýsingar um afdrif dóttur sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×