múm í september 11. maí 2007 09:15 Fjórða hljóðversplata múm kemur út 24. september. Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Bróðurparturinn af plötunni var tekinn upp í Tónlistarskólanum á Ísafirði og segir Örvar þá reynslu hafa verið alveg frábæra, enda gátu þau fengið alls konar hljóðfæri að láni við upptökurnar. Fram undan hjá múm eru nokkrir tónleikar í sumar, meðal annars í Barcelona, París, Moskvu og Aþenu. Örvari líst að vonum vel á komandi mánuði. „Þetta verður mjög spennandi og það verður gaman að fara að spila aftur. Við höfum ekkert túrað almennilega í eitt til tvö ár. Það verða nokkrir tónleikar í sumar og svo skiptum við í fimmta gírinn í haust.“ Múm er um þessar mundir sjö manna band þó svo að Örvar og Gunnar Örn Tynes séu ennþá forsprakkar sveitarinnar. Á meðal annarra meðlima eru Ólöf Arnalds, Hildur Guðnadóttir og Mr. Silla. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Hljómsveitin múm hefur lokið upptökum á sinni fjórðu hljóðversplötu og er hún væntanleg í búðir 24. september. „Hún er töluvert skemmtilegri en platan á undan [Summer Make Good]. Hún er miklu lausari í sér. Við slepptum okkur miklu meira við hana,“ segir Örvar Þóreyjarson Smárason, meðlimur múm. Bróðurparturinn af plötunni var tekinn upp í Tónlistarskólanum á Ísafirði og segir Örvar þá reynslu hafa verið alveg frábæra, enda gátu þau fengið alls konar hljóðfæri að láni við upptökurnar. Fram undan hjá múm eru nokkrir tónleikar í sumar, meðal annars í Barcelona, París, Moskvu og Aþenu. Örvari líst að vonum vel á komandi mánuði. „Þetta verður mjög spennandi og það verður gaman að fara að spila aftur. Við höfum ekkert túrað almennilega í eitt til tvö ár. Það verða nokkrir tónleikar í sumar og svo skiptum við í fimmta gírinn í haust.“ Múm er um þessar mundir sjö manna band þó svo að Örvar og Gunnar Örn Tynes séu ennþá forsprakkar sveitarinnar. Á meðal annarra meðlima eru Ólöf Arnalds, Hildur Guðnadóttir og Mr. Silla.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira