Listin og vísindin 12. maí 2007 00:01 Verk Ellenar Karin Mæhlum kannar undirliggjandi form og falin munstur með hjálpartækjum og aðferðum vísindamanna. Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Vísindi Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira