Tilraunakenndari Leaves 12. maí 2007 13:30 Arnar Guðjónsson. Hljómsveitin Leaves er langt komin með sína þriðju plötu. MYND/Valli Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen. Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Hljómsveitin Leaves er komin langt með upptökur á sinni þriðju plötu. Arnar Guðjónsson söngvari segir tónlistina tilraunakenndari en áður. „Við ætlum ekkert að gefa út fyrr en við erum orðnir ánægðir. Við ætlum að taka upp tvö lög í viðbót áður en við segjum þetta gott,“ segir Arnar Guðjónsson, söngvari Leaves. Sveitin gefur þriðju plötu sína út í haust. Síðasta plata sveitarinnar, The Angela Test, kom út fyrir tveimur árum og í framhaldinu hitaði sveitin upp fyrir Supergrass á tónleikaferð um Bretland. Að sögn Arnars verða upptökurnar kláraðar í sumar og er útgáfa fyrirhuguð í haust. „Við höfum í rauninni aldrei hætt að vinna. Við erum alltaf að vinna í nýju efni. Við erum búnir að semja helling sem hefur verið hent.“ Arnar segir að nýja platan sé rökrétt þróun frá The Angela Test. „Það eru meiri tilraunir í gangi. Hún er ekki jafnþung og Angela og hún fer víða, allt frá elektróník yfir í popp.“ Þeir félagar ætla að gefa plötuna út sjálfir hér heima og síðan kemur í ljós hvort hún verði gefin út erlendis. Leaves er laus undan samningi við Island Records og er því frjáls sem fuglinn þessa dagana. Fram undan hjá sveitinni eru tónleikar í Stúdentakjallaranum miðvikudagskvöldið 16. maí, þar sem hljómsveitin Ég treður einnig upp. Í ágúst spilar Leaves síðan á tónlistarhátíð í Litháen.
Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna Lífið Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira