Spennan snýst um hvort stjórnin lifir 12. maí 2007 08:15 Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt. Kosningar 2007 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
Stjórnmálaskýrendur telja að alþingiskosningarnar verði þær mest spennandi í áratugi og allar skoðanakannanir síðustu daga benda til þess sama. Mun fleiri hafa kosið utan kjörfundar en fyrir kosningarnar árið 2003. Lögregla jafnt sem veitingahúsaeigendur hafa mikinn viðbúnað vegna kosninganna. Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkana voru birtar í gær, en engin af þeim gaf sömu mynd af því hvernig kosningarnar gætu farið. Stjórnmálaskýrendur segja allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar og að spennupunkturinn verði líklega hvort ríkisstjórnin heldur velli eða ekki. Þeir telja kosningabaráttuna einkennast af færri álitamálum heldur en fyrir kosningarnar árið 2003. Mjög góð kjörsókn var á utankjörfundum um land allt. Rúmlega ellefu þúsund manns höfðu kosið í Reykjavík síðdegis í gær og á Akureyri höfðu rúmlega 1300 kosið. Óvenju margir höfðu kosið í Kópavogi og í Hafnarfirði. Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu um land allt vegna kosningann. Lögreglan sinnir ýmsum verkefnum vegna kosninganna, fylgist með að allt sé með röð og reglu á kjörstað og tekur þátt í flutningi kjörgagna. Ef að líkum lætur munu Íslendingar lifta sér upp, enda líta margir á kosningarnar sem hátíð. Í vínbúðinni í Kringlunni er búið að panta tvöfalt meira magn af áfengi fyrir þessa helgi heldur en fyrir venjulega helgi. „Við höfum tekið eftir því að bjórinn er vinsæll fyrir kosningarnar. En ef það er sól selst hvítvín og rósavín líka vel,“ segir starfsmaður verlsunarinnar. Eigendur skyndibitastaða búast við miklu annríki og það sama má segja um eigendur öldur- og skemmtistaða um land allt.
Kosningar 2007 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira