Misvísandi kannanir á lokasprettinum 12. maí 2007 08:15 Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent. Kosningar 2007 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Fjórar nýjar skoðanakannanir um fylgi flokkanna birtust í gær en engar þeirra voru samhljóma um hvernig kosningarnar gætu farið í dag. Mestu munar á fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessum könnunum. Í könnun Félagsvísindastofnunnar mældist fylgið 36,0 prósent en 44,7 prósent hjá Blaðinu. Allar kannanir mæla flokkinn nokkuð yfir kjörfylgi síðustu kosninga þegar flokkurinn hlaut 33,7 prósent atkvæða, en sögulega var það nokkuð slök útkoma. Næstmestur munur er á fylgi Samfylkingar, 5,9 prósentustig, en eftir því sem flokkarnir mælast með meira fylgi eru skekkjumörkin hærri. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 29,3 prósent, en minnst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 24,6 prósent. Allar kannanirnar mæla Samfylkingu undir kjörfylgi 2003, þegar flokkurinn hlaut 31 prósent atkvæða og allar kannanirnar, fyrir utan könnun Félagsvísindastofnunar, mælir flokkinn undir kjörfylgi 1999 þegar hann hlaut 26,8 prósent atkvæða. Allar kannanir benda til að Framsóknarflokkurinn fái sína verstu útkomu í kosningunum og mælist fylgi flokksins hæst 11,0 prósent í raðkönnun Capacent. Lægst mælist fylgið hjá Fréttablaðinu, 9,1 prósent. Í kosningunum 2003 hlaut flokkurinn 17,7 prósent atkvæða og hafði þá ekki gengið jafn illa í kosningum frá árinu 1978. Þá benda allar kannanir til fylgisaukningar Vinstri grænna. Minnst mælist fylgið hjá Blaðinu nú, 14,1 prósent, en hæst hjá Fréttablaðinu, 16,1 prósent. Flokkurinn hlaut 8,8 prósent atkvæða í síðustu kosningum, sem er svipað og í kosningunum 1999. Allar kannanir utan Blaðsins benda til að Frjálslyndir séu öruggir inni með að minnsta kosti þrjá þingmenn. Mest er fylgið hjá Capacent, 6,3 prósent. Í síðustu kosningum hlautu Frjálslyndir hins vegar 7,4 prósent atkvæða. Þá benda allar kannanirnar til að Íslandshreyfingin komi ekki manni að. Mest mælist fylgið hjá Félagsvísindastofnun, 3,2 prósent.
Kosningar 2007 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira