Bandaríska hljómsveitin Green Day kemur fram í gestahlutverki í kvikmyndinni The Simpsons sem kemur út í sumar eftir margra ára bið. Koma söngvarinn Billie Joe og félagar fram í stuttu atriði skömmu áður en myndin endar. Öskrar barþjónninn Moe á þá og biður um að spila ekki svona hátt.
„Þeir eru skemmtilegir strákar og við erum bæði að heiðra þá og gera grín að þeim,“ sagði höfundurinn Matt Groening, sem bætti þeim sjálfur inn í myndina, enda mikill aðdáandi sveitarinnar.