Tvö þingsæti í forgjöf 17. maí 2007 06:00 Lýðræði er meðal snjöllustu uppátækja mannsins ásamt blönduðum markaðsbúskap, eldinum, hjólinu og hjónabandinu. Höfuðkostur lýðræðisins er ekki sá, að þannig fái kjósendur ævinlega beztu stjórnina, sem völ er á, því að það gerist ekki alltaf í kjölfar kosninga. Nema hvað: sitt sýnist hverjum um það, hvers konar stjórn hentar bezt á hverjum tíma. Nei, höfuðkostur lýðræðisins er sá, að allir þurfa að una niðurstöðunni, hver sem hún er. Leikreglan skiptir sköpum, ekki úrslitin. Við lítum nú orðið á lýðræði og frið sem sjálfsagðan hlut. Ég segi nú orðið, því að önnur amma mín var um fertugt, þegar hún fékk kosningarrétt, hin var komin undir þrítugt. Lýðræði er í sókn um allan heim. Harðstjórar þurfa nú hver af öðrum að víkja fyrir lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum. Sjálfstæð ríki heimsins eru nú 193, þar af 90 lýðræðisríki og 45 einræðisríki. Afganginn (58 lönd) getum við kallað fáræðisríki, þar tíðkast hvorki óskorað lýðræði né harðsvírað einræði. Tæpur helmingur mannkyns (46 prósent) býr nú við lýðræði á móti röskum þriðjungi (37 prósent) í einræðisríkjum, þar af helmingurinn í Kína. Þetta eru umskipti frá nýliðinni tíð: 1985 var hægt að skipta ríkjum heimsins í þrjá jafnstóra hópa: lýðræði, fáræði, einræði, og 1972 voru einræðisríkin helmingi fleiri en lýðræðisríkin. En hversu mjög sem við lofsyngjum lýðræðið, megum við ekki horfa fram hjá því, að framkvæmd og fullnusta lýðræðisins skipta einnig miklu máli. Margir Bandaríkjamenn líta svo á, að Bush forseti hafi náð embætti sínu með svikum bæði í fyrra skiptið, þegar talningu vafaatkvæða í Flórída var hætt með dómsúrskurði og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi Bush sigur með fimm atkvæðum gegn fjórum, og í síðara skiptið, þegar grunur vaknaði um misferli við framkvæmd forsetakjörsins í Ohio. Slík vandræði hafa aldrei komið upp á Íslandi. Hér hefur lýðræðið haltrað af annarri ástæðu: kjördæmaskipanin hefur verið ranglát frá öndverðu. Ranglætið sprettur af því, að ráðandi öfl á Alþingi hafa undir forustu núverandi stjórnarflokka sniðið kjördæmaskipanina að eigin þörfum þrátt fyrir augljósan hagsmunaárekstur. Eðlilegra hefði verið að fela óháðum aðila að smíða kosningalögin, til dæmis Hæstarétti eða Landsdómi. Sjálftökusamfélagið leyfir það ekki. Ranglætið í kjördæmaskipaninni er tvíþætt. Dreifðar byggðir hafa enn sem endranær tiltölulega fleiri fulltrúa á Alþingi en höfuðborgarsvæðið. Þessi slagsíða hefur fært einkum Framsóknarflokknum áhrif á landsstjórnina langt umfram kjörfylgi eins og allir vita. Hitt vita færri, að við þessa bjögun bætist reglan, sem Alþingi hefur leitt í lög til að úthluta þingsætum eftir atkvæðamagni. Hér eru einkum tveir kostir í boði. Annar kosturinn er að veita stórum flokkum forgang að úthlutun kjördæmasæta og reyna síðan að jafna metin með því að úthluta minni flokkum jöfnunarsæti. Hinn kosturinn er að veita litlum flokkum forgang að kjördæmasætum, eins og gert er til dæmis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og úthluta síðan stórum flokkum jöfnunarsæti. Okkar kosningalög miðast við fyrri kostinn að vilja stóru flokkanna, sem hafa ráðið lögum og lofum á Alþingi í áttatíu ár. Þess vegna fékk Sjálfstæðisflokkurinn tvö þingsæti í forgjöf í kosningunum um daginn: hann fékk 39,7 prósent þingsæta (25 sæti af 63) út á 36,6 prósent kjörfylgi. Hinn stóri flokkurinn, Samfylkingin, hreppti 28,6 prósent þingsæta (18 af 63) út á 26,8 prósent kjörfylgi. Minni flokkar sitja eftir með sárt ennið, auk þess sem nærfellt sex þúsund atkvæði Íslandshreyfingarinnar duttu niður dauð. Þannig eru reglurnar, segja málsvarar stjórnarflokkanna, eins og það komi málinu ekki við, að þeir smíðuðu þær sjálfir. Eftir norrænu reglunni hefðu stjórnarflokkarnir nú samt unnið 32 þingsæti gegn 31 sæti stjórnarandstöðunnar, þótt andstöðuflokkarnir þrír á þingi fengju fleiri atkvæði en stjórnarflokkarnir (munurinn var 13 atkvæði). Norræna reglan, sem hefði flutt tvö sæti frá stjórn til stjórnarandstöðu 2003, hefði að þessu sinni ekki dugað til að tryggja andstöðunni þingmeirihluta út á meiri hluta atkvæða. Án ákvæðisins um fimm prósenta lágmarksfylgi á landsvísu hefði stjórnin fallið óháð reiknireglu. Andstöðuflokkarnir hefðu þá eftir norrænu reglunni hlotið 33 þingsæti gegn 30 sætum stjórnarflokkanna. Þingstyrkur stjórnarflokkanna (47,6 prósent) hefði þá verið í betra samræmi við kjörfylgi þeirra (48,3 prósent). Ranglætið sprettur af því, að ráðandi öfl á Alþingi hafa undir forustu núverandi stjórnarflokka sniðið kjördæmaskipanina að eigin þörfum þrátt fyrir augljósan hagsmunaárekstur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Lýðræði er meðal snjöllustu uppátækja mannsins ásamt blönduðum markaðsbúskap, eldinum, hjólinu og hjónabandinu. Höfuðkostur lýðræðisins er ekki sá, að þannig fái kjósendur ævinlega beztu stjórnina, sem völ er á, því að það gerist ekki alltaf í kjölfar kosninga. Nema hvað: sitt sýnist hverjum um það, hvers konar stjórn hentar bezt á hverjum tíma. Nei, höfuðkostur lýðræðisins er sá, að allir þurfa að una niðurstöðunni, hver sem hún er. Leikreglan skiptir sköpum, ekki úrslitin. Við lítum nú orðið á lýðræði og frið sem sjálfsagðan hlut. Ég segi nú orðið, því að önnur amma mín var um fertugt, þegar hún fékk kosningarrétt, hin var komin undir þrítugt. Lýðræði er í sókn um allan heim. Harðstjórar þurfa nú hver af öðrum að víkja fyrir lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum. Sjálfstæð ríki heimsins eru nú 193, þar af 90 lýðræðisríki og 45 einræðisríki. Afganginn (58 lönd) getum við kallað fáræðisríki, þar tíðkast hvorki óskorað lýðræði né harðsvírað einræði. Tæpur helmingur mannkyns (46 prósent) býr nú við lýðræði á móti röskum þriðjungi (37 prósent) í einræðisríkjum, þar af helmingurinn í Kína. Þetta eru umskipti frá nýliðinni tíð: 1985 var hægt að skipta ríkjum heimsins í þrjá jafnstóra hópa: lýðræði, fáræði, einræði, og 1972 voru einræðisríkin helmingi fleiri en lýðræðisríkin. En hversu mjög sem við lofsyngjum lýðræðið, megum við ekki horfa fram hjá því, að framkvæmd og fullnusta lýðræðisins skipta einnig miklu máli. Margir Bandaríkjamenn líta svo á, að Bush forseti hafi náð embætti sínu með svikum bæði í fyrra skiptið, þegar talningu vafaatkvæða í Flórída var hætt með dómsúrskurði og Hæstiréttur Bandaríkjanna dæmdi Bush sigur með fimm atkvæðum gegn fjórum, og í síðara skiptið, þegar grunur vaknaði um misferli við framkvæmd forsetakjörsins í Ohio. Slík vandræði hafa aldrei komið upp á Íslandi. Hér hefur lýðræðið haltrað af annarri ástæðu: kjördæmaskipanin hefur verið ranglát frá öndverðu. Ranglætið sprettur af því, að ráðandi öfl á Alþingi hafa undir forustu núverandi stjórnarflokka sniðið kjördæmaskipanina að eigin þörfum þrátt fyrir augljósan hagsmunaárekstur. Eðlilegra hefði verið að fela óháðum aðila að smíða kosningalögin, til dæmis Hæstarétti eða Landsdómi. Sjálftökusamfélagið leyfir það ekki. Ranglætið í kjördæmaskipaninni er tvíþætt. Dreifðar byggðir hafa enn sem endranær tiltölulega fleiri fulltrúa á Alþingi en höfuðborgarsvæðið. Þessi slagsíða hefur fært einkum Framsóknarflokknum áhrif á landsstjórnina langt umfram kjörfylgi eins og allir vita. Hitt vita færri, að við þessa bjögun bætist reglan, sem Alþingi hefur leitt í lög til að úthluta þingsætum eftir atkvæðamagni. Hér eru einkum tveir kostir í boði. Annar kosturinn er að veita stórum flokkum forgang að úthlutun kjördæmasæta og reyna síðan að jafna metin með því að úthluta minni flokkum jöfnunarsæti. Hinn kosturinn er að veita litlum flokkum forgang að kjördæmasætum, eins og gert er til dæmis í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, og úthluta síðan stórum flokkum jöfnunarsæti. Okkar kosningalög miðast við fyrri kostinn að vilja stóru flokkanna, sem hafa ráðið lögum og lofum á Alþingi í áttatíu ár. Þess vegna fékk Sjálfstæðisflokkurinn tvö þingsæti í forgjöf í kosningunum um daginn: hann fékk 39,7 prósent þingsæta (25 sæti af 63) út á 36,6 prósent kjörfylgi. Hinn stóri flokkurinn, Samfylkingin, hreppti 28,6 prósent þingsæta (18 af 63) út á 26,8 prósent kjörfylgi. Minni flokkar sitja eftir með sárt ennið, auk þess sem nærfellt sex þúsund atkvæði Íslandshreyfingarinnar duttu niður dauð. Þannig eru reglurnar, segja málsvarar stjórnarflokkanna, eins og það komi málinu ekki við, að þeir smíðuðu þær sjálfir. Eftir norrænu reglunni hefðu stjórnarflokkarnir nú samt unnið 32 þingsæti gegn 31 sæti stjórnarandstöðunnar, þótt andstöðuflokkarnir þrír á þingi fengju fleiri atkvæði en stjórnarflokkarnir (munurinn var 13 atkvæði). Norræna reglan, sem hefði flutt tvö sæti frá stjórn til stjórnarandstöðu 2003, hefði að þessu sinni ekki dugað til að tryggja andstöðunni þingmeirihluta út á meiri hluta atkvæða. Án ákvæðisins um fimm prósenta lágmarksfylgi á landsvísu hefði stjórnin fallið óháð reiknireglu. Andstöðuflokkarnir hefðu þá eftir norrænu reglunni hlotið 33 þingsæti gegn 30 sætum stjórnarflokkanna. Þingstyrkur stjórnarflokkanna (47,6 prósent) hefði þá verið í betra samræmi við kjörfylgi þeirra (48,3 prósent). Ranglætið sprettur af því, að ráðandi öfl á Alþingi hafa undir forustu núverandi stjórnarflokka sniðið kjördæmaskipanina að eigin þörfum þrátt fyrir augljósan hagsmunaárekstur.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun