Nýjar bækur 18. maí 2007 05:00 Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Bókafélagið Ugla hefur sent frá sér þrjár spennusögur í kiljuformi. Bók Jacks Higgins, Örninn er sestur, fjallar um eina djörfustu hernaðaraðgerð seinni heimsstyrjaldarinnar, ráðabrugg Heinrichs Himmler sem hugðist ræna breska forsætisráðherranum Winston Churchill. Snemma morguns dag einn í nóvember árið 1943 fær Himmler dulmálsskeyti sem hann hefur beðið með óþreyju: Örninn er sestur! Sveit þýskra fallhlífahermanna hafði þá lent í nágrenni við lítið þorp í Norfolk á Englandi þar sem talið var að forsætisráðherrann hefði helgardvöl. Bókin hefur þegar selst í yfir 26 milljónum eintaka um allan heim og verið þýdd á yfir fimmtíu tungumál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ólafs Ólafssonar árið 1976. Rithöfundurinn Patricia Cornwell er einnig spennusagnalesendum að góðu kunn. Ugla gefur nú út söguna Óvanaleg grimmd í þýðingu Atla Magnússonar en hún kom út innbundin árið 2005. Í bókinni segir frá dr. Kay Scarpetta og glímu hennar við glæparáðgátu. Morðinginn Ronne Joe Waddell hefur verið úrskurðaður látinn í rafmagnsstólnum í Richmond og Scarpetta bíður eftir líkinu. En það er fleira í fréttum þetta kvöld því hræðilega útleikið lík ungs drengs hefur fundist og það rifjast upp fyrir kvenhetjunni að skilið var við fórnarlömb Waddells með nákvæmlega sama hætti. Í bókinni Mínútu eftir miðnætti eftir Gavin Lyall segir frá Englendingnum Lewis Cane sem barðist með frönsku andspyrnuhreyfingunni í síðari heimsstyrjöldinni. Snemma á sjötta áratugnum leitar vinur hans til hans á ný, mektugur lögfræðingur í París, og biður hann að koma kaupsýslumanni nokkrum frá Bretagne-skaga á áríðandi fund í Liechtenstein. Viðskiptafélagar mannsins eru staðráðnir í að aftra því að hann komist á fundinn og kaupsýslumaðurinn er eftirlýstur af lögreglunni. Úr verður æsilegt kapphlaup þvert yfir Frakkland þar sem samviskulausir andstæðingar og verðir laganna bíða við hvert fótmál. Bókin kom fyrst út í íslenskri þýðingu Ásgeirs Ásgeirssonar árið 1973.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira