Með ákveðna sýn á hlutina 1. júní 2007 09:15 Plötusnúðurinn Mark Ronson á stóran þátt í velgengni poppstjarna á borð við Lily Allen og Amy Winehouse. Hann var að senda frá sér sólóplötu. Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Mark Ronson hefur nóg að gera þessa dagana. Hann á stóran þátt í velgengni bæði Lily Allen og Amy Winehouse, starfrækir eigið plötufyrirtæki og var að senda frá sér sína aðra plötu, Version. Trausti Júlíusson skoðaði Mark. Nafnið Mark Ronson hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Hann hefur spilað mikið sem plötusnúður (kom m.a. til Íslands fyrir fáum árum) og hefur verið duglegur að pródúsera stjörnur eins og Christinu Aguilera, Robbie Williams, Lily Allen og Amy Winehouse. Lily og Amy eiga honum mikið að þakka en honum tókst reyndar ekki að bjarga síðustu plötu Robbies, en það hefði sennilega enginn getað. Mark sendi fyrir nokkrum vikum frá sér nýja plötu, Version, sem hefur að stærstum hluta að geyma hans útgáfur af lögum með jafn ólíkum listamönnum og Radiohead, Britney Spears, Coldplay, The Smiths. The Jam og The Zutons. Um sönginn á plötunni sjá m.a. Lily, Amy, Robbie, Kasabian, Daniel Merriweather og Paul Smith úr Maximo Park.Plötusnúður fræga fólksinsMark RonsonMark Ronson er stjúpsonur Mick Jones úr hljómsveitinni Foreigner (en ekki sonur Mick Ronson, gítarleikara David Bowie, eins og lengi var haldið fram). Hann bjó fyrstu átta ár ævi sinnar í Englandi, en flutti svo með móður sinni til Brooklyn. Mark stofnaði hljómsveit í skóla (spilaði á gítar), en fékk fönk og hip-hop bakteríuna þegar hann var 16 ára og byrjaði að spila sem plötusnúður. Hann varð mjög vinsæll og fékk viðurnefnið „plötusnúður fræga fólksins“.Hann spilaði mikið á tískusýningum og Puff Daddy fékk hann til að spila í 29 ára afmælisveislunni sinni. Fyrsta plata hans, Here Comes The Fuzz, árið 2003. Á henni var m.a. lagið Ooh Wee sem Ghostface Killah og Nate Dogg röppuðu.Motown/Stax fönkÞað komu margar stjörnur við sögu á Here Comes The Fuzz. (m.a. Mos Def, M.O.P. og Rivers Cuomo), en á nýju plötunni eru „lögin sjálf stjörnurnar,“ að sögn Marks. Fyrsta tökulagið sem hann gerði var Radiohead-lagið Just sem hann setti í hálfgerða djass-fönk útgáfu og bætti við blásarasveit sem hefði getað spilað inn á einhverja Stax-soul plötuna. Flott útgáfa sem fékk góðar viðtökur.Mark notar svipuð meðul á flest lögin á plötunni. Þetta er fönkað upp og sett í Motown/Stax búning. Og það verður að segjast eins og er að oft er útkoman þrælskemmtileg. Britney Spears-lagið Toxic fær nýtt líf og það sama má segja um God Put A Smile Upon Yor Face með Coldplay, Jam-lagið Pretty Green, Valerie með The Zutons og Smiths-slagarann Stop Me If You Heard This One Before.Aðspurður segir Mark um þessar djörfu útgáfur að tilgangurinn hafi ekki endilega verið að gera útgáfur sem féllu aðdáendum upprunalegu útgáfunnar í geð. Og hann segir líka að hann trúi því að alvöru stjörnur vilji frekar heyra lögin sín í gjörólíkum útgáfum heldur en einhverja eftiröpun.Fram undan hjá Mark er fullt af pródúsera-vinnu og svo plötur með Rhymefest, Daniel Merriweather og hljómsveitinni Domino, en þessi þrjú nöfn eru á mála hjá Allido-plötuútgáfunni sem Mark stofnaði og stýrir. Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Plötusnúðurinn og upptökustjórinn Mark Ronson hefur nóg að gera þessa dagana. Hann á stóran þátt í velgengni bæði Lily Allen og Amy Winehouse, starfrækir eigið plötufyrirtæki og var að senda frá sér sína aðra plötu, Version. Trausti Júlíusson skoðaði Mark. Nafnið Mark Ronson hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Hann hefur spilað mikið sem plötusnúður (kom m.a. til Íslands fyrir fáum árum) og hefur verið duglegur að pródúsera stjörnur eins og Christinu Aguilera, Robbie Williams, Lily Allen og Amy Winehouse. Lily og Amy eiga honum mikið að þakka en honum tókst reyndar ekki að bjarga síðustu plötu Robbies, en það hefði sennilega enginn getað. Mark sendi fyrir nokkrum vikum frá sér nýja plötu, Version, sem hefur að stærstum hluta að geyma hans útgáfur af lögum með jafn ólíkum listamönnum og Radiohead, Britney Spears, Coldplay, The Smiths. The Jam og The Zutons. Um sönginn á plötunni sjá m.a. Lily, Amy, Robbie, Kasabian, Daniel Merriweather og Paul Smith úr Maximo Park.Plötusnúður fræga fólksinsMark RonsonMark Ronson er stjúpsonur Mick Jones úr hljómsveitinni Foreigner (en ekki sonur Mick Ronson, gítarleikara David Bowie, eins og lengi var haldið fram). Hann bjó fyrstu átta ár ævi sinnar í Englandi, en flutti svo með móður sinni til Brooklyn. Mark stofnaði hljómsveit í skóla (spilaði á gítar), en fékk fönk og hip-hop bakteríuna þegar hann var 16 ára og byrjaði að spila sem plötusnúður. Hann varð mjög vinsæll og fékk viðurnefnið „plötusnúður fræga fólksins“.Hann spilaði mikið á tískusýningum og Puff Daddy fékk hann til að spila í 29 ára afmælisveislunni sinni. Fyrsta plata hans, Here Comes The Fuzz, árið 2003. Á henni var m.a. lagið Ooh Wee sem Ghostface Killah og Nate Dogg röppuðu.Motown/Stax fönkÞað komu margar stjörnur við sögu á Here Comes The Fuzz. (m.a. Mos Def, M.O.P. og Rivers Cuomo), en á nýju plötunni eru „lögin sjálf stjörnurnar,“ að sögn Marks. Fyrsta tökulagið sem hann gerði var Radiohead-lagið Just sem hann setti í hálfgerða djass-fönk útgáfu og bætti við blásarasveit sem hefði getað spilað inn á einhverja Stax-soul plötuna. Flott útgáfa sem fékk góðar viðtökur.Mark notar svipuð meðul á flest lögin á plötunni. Þetta er fönkað upp og sett í Motown/Stax búning. Og það verður að segjast eins og er að oft er útkoman þrælskemmtileg. Britney Spears-lagið Toxic fær nýtt líf og það sama má segja um God Put A Smile Upon Yor Face með Coldplay, Jam-lagið Pretty Green, Valerie með The Zutons og Smiths-slagarann Stop Me If You Heard This One Before.Aðspurður segir Mark um þessar djörfu útgáfur að tilgangurinn hafi ekki endilega verið að gera útgáfur sem féllu aðdáendum upprunalegu útgáfunnar í geð. Og hann segir líka að hann trúi því að alvöru stjörnur vilji frekar heyra lögin sín í gjörólíkum útgáfum heldur en einhverja eftiröpun.Fram undan hjá Mark er fullt af pródúsera-vinnu og svo plötur með Rhymefest, Daniel Merriweather og hljómsveitinni Domino, en þessi þrjú nöfn eru á mála hjá Allido-plötuútgáfunni sem Mark stofnaði og stýrir.
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira