Tónlist

„Síðasta“ píanóið til sölu

Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana 8. desember 1980.
Bítillinn fyrrverandi var skotinn til bana 8. desember 1980.

Píanó sem Bítillinn fyrrverandi John Lennon spilaði á kvöldið sem hann var myrtur hefur verið boðið til sölu af fyrirtækinu Moments in Time. Verðmiðinn er um 23 milljónir króna.

Píanóið var hluti af Record Plant-hljóðverinu í New York þar sem Lennon tók upp plötuna Imagine árið 1971. Það var í miklu uppáhaldi hjá Lennon og spilaði hann á það í margar klukkustundir áður en hann var skotinn fyrir utan heimili sitt í New York 8. desember 1980. Var hann svo hrifinn af hljóðfærinu að hann lét flytja það á milli þeirra hljóðvera sem hann notaðist við hverju sinni. Á meðal fleiri þekktra nafna sem hafa spilað á píanóið eru Bob Dylan og Don Mclean. Það hefur verið í geymslu síðan hljóðverinu var lokað á tíunda áratugnum.

Sama fyrirtæki, Moments in Time, hefur einnig til sölu plötuna sem Lennon skrifaði nafn sitt á fyrir Mark Chapman, sem skömmu síðar skaut hann til bana. Jafnframt er til sölu eiginhandaráritun Lennons sem hann gaf starfsmanni hljóðversins í New York sem er talin vera það síðasta sem hann skrifaði á meðan hann var uppi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.