Ópera úr útrýmingarbúðum 5. júní 2007 05:00 Germaine Tillion varð hundrað ára í vikunni. Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu. Óperettan „Le Verfügbar aux enfers“, sem gæti útlagst sem „Hinir handhægu í helvíti“ á íslensku, samdi franski mannfræðingurinn Germaine Tillion árið 1943 þegar hún var einn þeirra 150.000 fanga sem haldið var í fyrrgreindum útrýmingarbúðum í Norður-Þýskalandi á árunum 1939-1945. Tillion starfaði með frönsku andspyrnuhreyfingunni á sínum tíma og var send í búðirnar árið 1942 ásamt móður sinni, sem dó í gasklefanum. Í verkinu blandast áhrif frá þjóðlagatónlist, óperum og óperettum ásamt textum og kóreógrafíu Tillion en verkið var upphaflega ekki ætlað til sýninga. Viðfangsefni þess er lífið í útrýmingarbúðunum og dagleg niðurlæging þess. Tillion varð hundrað ára í vikunni en hún hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um Ravensbrück-útrýmingarbúðirnar og andspyrnuhreyfinguna. Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Óperetta sem samin var í útrýmingarbúðunum í Ravensbrück í Þýskalandi verður flutt í fyrsta sinn í París nú í vikulokin. Þýska vefritið Deutsche Welle greinir frá þessu. Óperettan „Le Verfügbar aux enfers“, sem gæti útlagst sem „Hinir handhægu í helvíti“ á íslensku, samdi franski mannfræðingurinn Germaine Tillion árið 1943 þegar hún var einn þeirra 150.000 fanga sem haldið var í fyrrgreindum útrýmingarbúðum í Norður-Þýskalandi á árunum 1939-1945. Tillion starfaði með frönsku andspyrnuhreyfingunni á sínum tíma og var send í búðirnar árið 1942 ásamt móður sinni, sem dó í gasklefanum. Í verkinu blandast áhrif frá þjóðlagatónlist, óperum og óperettum ásamt textum og kóreógrafíu Tillion en verkið var upphaflega ekki ætlað til sýninga. Viðfangsefni þess er lífið í útrýmingarbúðunum og dagleg niðurlæging þess. Tillion varð hundrað ára í vikunni en hún hefur skrifað fjölda bóka og ritgerða um Ravensbrück-útrýmingarbúðirnar og andspyrnuhreyfinguna.
Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira