Gísli með lag í mynd Luc Besson 5. júní 2007 09:15 Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd Luc Besson, Angel-A. Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gísli Kristjánsson á lag í kvikmynd franska leikstjórans Luc Besson, Angela-A, sem var tekin til sýninga í Bandaríkjunum þann 25. maí síðastliðinn. „Ég var að vinna með stelpu í Noregi, Anja Garbaric, sem þekkir Besson vel. Þegar hann heyrði lögin sem við lögin sem við sömdum saman fyrir plötuna hennar vildi hann endilega nota þau í myndina sem hann var að byrja á þá. Við gerðum eiginlega plötuna og bíómyndina á svipuðum tíma. Hún flaug alltaf til Frakklands til að spila fyrir hann lögin,“ segir Gísli, sem er búsettur í London en var áður í Noregi. Lagið sem Besson notaði nefnist Can I Keep Him auk þess sem hann notaði í myndinni búta úr öðrum lögum eftir þau Gísla og Anja. Samdi Anja jafnframt restina af tónlistinni í myndinni. Gísli varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta Besson einu sinni. „Hann er stórhættulegur,“ segir hann og hlær. „Fólk sem hefur komist langt veit hvað það vill og hvernig það vill hafa hlutina. Það getur verið þægilegt að vinna með svona fólki og maður þarf ekkert að efast um að það segi það sem það meinar.“ Á meðal kvikmynda Besson eru The Fifth Element, Leon, Nikita, The Big Blue og Subway. Gísli, sem er á samningi hjá útgáfurisanum EMI, er um þessar mundir að undirbúa sína aðra sólóplötu. Sú fyrsta, How About That, kom út árið 2004 við góðar undirtektir.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp