Menning

Margbreytileg framúrstefna

Dansleikhúsflokkurinn UglyDuck.Productions setur upp tvær sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Dansleikhúsflokkurinn UglyDuck.Productions setur upp tvær sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu.

Dansleikhúsflokkurinn UglyDuck.Productions sýnir þrjú verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu í kvöld og annað kvöld í tilefni af Listahátíðinni Björtum dögum í Hafnar­firði.

Flokkur þessi er undir stjórn Steinunnar Ketilsdóttur og Andreas Constantinou, sem sameinuðu listræna krafta sína undir þessari yfirskrift eftir að hafa bæði unnið sjálfstætt að list sinni og sýnt verk sín í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Flokkurinn hefur það að markmiði að skapa margbreytileg og framúrstefnuleg dansverk sem endurspegla samtímann og áhorfendur dagsins í dag.

Sýning þeirra, „Dark Nights“, samanstendur af þremur sjálfstæðum verkum. „Time“ er fyrsta samstarfsverkefni Steinunnar Ketilsdóttur og Andreas Constantinou. Verkið er samið fyrir fjóra dansara og varpar undar­legu ljósi á mannleg samskipti og sambönd. Sólóverkið „Ein“ er eftir Steinunni Ketilsdóttur. Innblásturinn að verkinu kemur úr feminískum fræðum. Kynferði og sjálfið fléttast saman við völundarhús fortíðarinnar.

Þriðja atriði kvöldsins er stuttmyndin „Embrace“ eftir Andreas Constantinou sem lýsir sálfræðilegri tilraun einstaklings til þess að takast á við dauðann.

Sýningarnar tvær hefjast kl. 20 og er aðgangur að þeim ókeypis. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.